Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   sun 24. júlí 2022 20:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Nökkvi Þeyr: Einbeiti mér að því að standa mig sem best fyrir liðið
Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður KA.
Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA menn gerðu góða ferð suður með sjó þegar þeir heimsóttu heimamenn í Keflavík þegar 14.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni í dag.

KA sitja áfram í 3.sæti deildarinnar og eru einu stigi á eftir Víkingum í 2.sæti deildarinnar en Víkingar eiga þó leik til góða.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Bara ógeðsleg sæt og ég er svo glaður að við komum tilbaka eftir að í raun að markið kemur gegn gangi leiksins og við erum góðir fram að markinu og svo höldum við áfram að setja á þá og fáum 2 mjög góð færi í fyrri hálfleik og óheppnir að setja það ekki inn." Sagði Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður KA eftir leikinn í dag.

„Við ætluðum bara að halda áfram að þrýsta á þá og við vissum að markið myndi detta og sem betur fer datt markið inn og svo var það bara spurning um að sækja þrjú stig og við sýndum bara ótrúlegan karakter að ná í öll þrjú stigin í dag og ég er mjög stoltur af liðinu og þetta var frábær liðs frammistaða í dag, bara gæti ekki verið sáttari."

Nökkvi Þeyr Þórisson setti sitt 10. mark í deildinni í leiknum í dag og er í harðri baráttu um markakóngstitilinn.

„Ég er bara að leggja mig eins mikið fram fyrir liðið og ég get og einbeiti mér að því að standa mig sem best fyrir liðið og þá bara vonandi fylgja mörkin með."

Nánar er rætt við Nökkva Þeyr Þórisson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner