Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Líklega mesti kóngur á Íslandi"
Stubbur frábær í gær.
Stubbur frábær í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marcel Römer.
Marcel Römer.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmaðurinn Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, var maður leiksins í leik KA gegn Silkeborg að mati Fótbolta.net. Næstur á eftir honum kom danski miðjumaðurinn Marcel Römer Stubbur átti sjö vörslur í leiknum og var þetta annar leikurinn í röð sem hann er valinn maður leiksins hér á Fótbolti.net.

Markaskorari KA, Hallgrímur Mar Steingrímsson, var spurður út í þessa tvo eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Silkeborg 1 -  1 KA

„Bara frábærir. Marcel hefur margoft spilað við þetta lið og gæði hans fengu að skína í dag. Hann er ótrúlega góður og gott að spila með þessum meistara," segir Grímsi.

„Svo er Stubburinn bara Stubburinn, líklega mesti kóngur á Íslandi, ásamt því að vera sturlaður markmaður. Ég elska þennan frænda minn," segir Grímsi.

Marcel Römer kom til KA í apríl frá Lyngby þar sem hann var fyrirliði. Stubbur er 35 ára og er uppalinn hjá KA. Hann sneri aftur til KA fyrir tímabilið 2021.

Seinni leikur KA og Silkeborgar fer fram á Greifavellinum eftir viku.
Athugasemdir
banner