Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Hroki og hæðni í belgísku miðlunum - „Öll miðlungslið í Belgíu eiga að rúlla yfir svona lið“
Víkingar unnu 3-1 sigur á Cercle Brugge
Víkingar unnu 3-1 sigur á Cercle Brugge
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs hlær líklega bara að umfjöllun belgískra miðla
Arnar Gunnlaugs hlær líklega bara að umfjöllun belgískra miðla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðlarnir gerðu grín að ''hermannaskálanum''
Miðlarnir gerðu grín að ''hermannaskálanum''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgísku miðlarnir Nieuwsblad og HLN fara ekkert sérstaklega fögrum orðum um Kópavogsvöll og Víking í fréttum sínum um 3-1 sigur liðsins á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í kvöld, en hrokinn svoleiðis skín í gegn hjá þeim belgísku.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Skömmin í Reykjavík. Það er þannig sem leikur Cercle á Íslandi mun skrifast í sögubækurnar og valda miklum hávaða. Miron Muslic stillti kannski upp hálfgerðu B-liði, en öll belgísk atvinnumannalið eiga að geta unnið þetta miðlungslið Víkings,“ hófst greinin hjá Nieuwsblad.

Cercle Brugge stillti upp hálfgerðu varaliði gegn Víkingum, sem voru stór mistök. Víkingsliðið vann góðan 3-1 sigur og varð fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópuleik á þessu stigi.

Nieuwsblad hafði þó mestan áhuga á því að tala um aðstæðurnar á Kópavogsvelli og hvað Víkingur væri mikið miðlungslið.

„Það var hlaupabraut á vellinum sem var átta metrum frá bosníska-austurríkismanninum og bekknum hjá Cercle. Sú staðreynd að Evrópuleikur hafi farið fram á þessum velli er eiginlega of klikkað til að koma í orð. Völlur Víkings var ekki löglegur fyrir Evrópu. Þjóðarleikvangurinn stenst kröfur en var ekki í boði. Alvarlegar viðræður fóru af stað við UEFA til þess að fá leyfi til að spila á leikvangi erkifjenda Víkings í Breiðabliki og það tók smá tíma að fá grænt ljós.“

„Vegna dagbirtunnar þurfti að hefja leik klukkan 14:30 á staðartíma og manni leið eins og maður væri á venjulegum leik í áhugamannadeildunum í Belgíu. Belgíski lýsandinn hjá Play-Sports var á vellinum og þurfti hann að sitja í einhverskonar strandarkofa á hinum enda vallarins þar sem hann þurfti að troða hausnum í gegnum glugga til þess að sjá gervigrasvöllinn.“


Blaðamaðurinn kom inn á vítaspyrnuna sem Danijel Djuric klikkaði og að öll miðlungslið í Belgíu gætu auðveldlega unnið Víking.

„Sem betur fer fyrir Cercle setti hinn búlgarski-íslenski Djuric upp sýningu og gerði einhvern kjánalegan dans á vítapunktinum. Það sáu allir að þetta myndi enda illa sem það gerði með því að setja boltann í slá.

„Svo annað til að hafa í huga er sú staðreynd að Víkingur mun spila um titilinn á sunnudag sem segir ýmislegt um stigið í íslenska boltanum og á hvert einasta miðlungs atvinnumannalið í Belgíu að rúlla yfir svona lið. En það gerði þetta B-lið Cercle ekki,“


Blaðamaður HLN var í svipuðu skapi á Kópavogsvelli og gekk enn lengra með því að gagnrýna íslensku leikmennina og í raun allt við upplifun sína. Hann bókstaflega hataði þessa vinnuferð.

„Hlaupabraut í kringum gervigrasvöll. Myndavélar á brautarpöllum vegna bágra aðstæðna í stúkunni og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja í litlum hermannaskála. Dömur mínar og herrar, þetta er Sambandsdeild Evrópu,“ skrifaði Axel Bisart á HLN.

„Cercle byrjaði vel og sást það fljótlega að Víkingur yrði engin hindrun, enda tæknilega séð bara miðlungslið,“ hélt hann áfram áður en hann reyndi að gera lítið úr leikmönnum. „Djuric steig á punktinn og tók ömurlegt upphlaup áður en hann ákvað að setja boltann í slá. Í seinni hálfleik þá ákvað miðlungsleikmaðurinn, Agnarsson (Erlingur), að sparka boltanum framhjá. Grínistar þarna í Reykjavík.“

Víkingur er kominn á blað í keppninni en belgísku miðlarnir segja tapið skammarlegt fyrir Cercle Brugge

„Jæja, Cercle. Þetta var sársaukafullt, rosalega sársaukafullt og alger skömm. Það er ekki hægt að skalla þetta neitt annað. Það var áhætta að ferðast með B-liðið til Íslands. Það er ekki bara hægt að gera ráð fyrir því að Cercle hafi sigur gegn Víkingi ef þú byrjar ekki besta liðinu. Það var sannað,“ sagði blaðamaðurinn í lokin.
Athugasemdir
banner