Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   lau 25. janúar 2020 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um seinagang launagreiðslna: Ekki úr lausu lofti gripið en kryddað með All-season kryddi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur á Fram í Fótbolta.net mótinu í gærkvöldi.

Viðtalinu var skipt upp í tvo hluta, vegna tæknivandamála, og fjallaði fyrri hlutinn almennt um leikinn.

Sjá einnig:

Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur


Í seinni hlutanum var rætt við Arnar um sögur af vandamálum Víkings þegar kemur að því að greiða leikmönnum félagsins laun á réttum tíma.

„Hvað segja leikmennirnir sem fá ekki borgað þá. Það eru fullt af leikmönnum sem fá ekki borgað," sagði Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á þriðjudaginn.

„Það er þannig umhverfi núna í íslenskum fótboltaheimi - það er smá vesen fyrir liðin að borga kannski á réttum tíma en ég get fullyrt það að allir fái greitt," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Á þetta að gerast? Nei, en því miður er þetta óheppileg staða hjá mörgum fótboltaliðum að greiðslur berast kannski í seinna falli en við erum ekki að tala um tveggja-þriggja mánaða skuldir."

„Við erum að tala um að greiðslur berist síðar í mánuðinum og þá sérstaklega á tímabilinu desember, janúar, febrúar. Þá eru styrktaraðilarnir ekki búnir að borga og menn eru aðeins að taka til í sínum fjármálum."

„Ég held að leikmenn sem eru búnir að vera lengi í þessu íslenska umhverfi þekki þetta alveg. Er þetta alveg til fyrirmyndar? Leikmenn sem eru að vinna aðra vinnu hljóta að fá borgað annars staðar. Svona er þetta bara, þetta er umhverfið sem við lifum í."

„Sagan var ekki úr lausu lofti gripinn en hún var krydduð með extra All-season kryddi,"
sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner