Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 25. janúar 2020 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um seinagang launagreiðslna: Ekki úr lausu lofti gripið en kryddað með All-season kryddi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur á Fram í Fótbolta.net mótinu í gærkvöldi.

Viðtalinu var skipt upp í tvo hluta, vegna tæknivandamála, og fjallaði fyrri hlutinn almennt um leikinn.

Sjá einnig:

Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur


Í seinni hlutanum var rætt við Arnar um sögur af vandamálum Víkings þegar kemur að því að greiða leikmönnum félagsins laun á réttum tíma.

„Hvað segja leikmennirnir sem fá ekki borgað þá. Það eru fullt af leikmönnum sem fá ekki borgað," sagði Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á þriðjudaginn.

„Það er þannig umhverfi núna í íslenskum fótboltaheimi - það er smá vesen fyrir liðin að borga kannski á réttum tíma en ég get fullyrt það að allir fái greitt," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Á þetta að gerast? Nei, en því miður er þetta óheppileg staða hjá mörgum fótboltaliðum að greiðslur berast kannski í seinna falli en við erum ekki að tala um tveggja-þriggja mánaða skuldir."

„Við erum að tala um að greiðslur berist síðar í mánuðinum og þá sérstaklega á tímabilinu desember, janúar, febrúar. Þá eru styrktaraðilarnir ekki búnir að borga og menn eru aðeins að taka til í sínum fjármálum."

„Ég held að leikmenn sem eru búnir að vera lengi í þessu íslenska umhverfi þekki þetta alveg. Er þetta alveg til fyrirmyndar? Leikmenn sem eru að vinna aðra vinnu hljóta að fá borgað annars staðar. Svona er þetta bara, þetta er umhverfið sem við lifum í."

„Sagan var ekki úr lausu lofti gripinn en hún var krydduð með extra All-season kryddi,"
sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner