Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Formaður Völsungs: Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   lau 25. janúar 2020 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um seinagang launagreiðslna: Ekki úr lausu lofti gripið en kryddað með All-season kryddi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur á Fram í Fótbolta.net mótinu í gærkvöldi.

Viðtalinu var skipt upp í tvo hluta, vegna tæknivandamála, og fjallaði fyrri hlutinn almennt um leikinn.

Sjá einnig:

Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur


Í seinni hlutanum var rætt við Arnar um sögur af vandamálum Víkings þegar kemur að því að greiða leikmönnum félagsins laun á réttum tíma.

„Hvað segja leikmennirnir sem fá ekki borgað þá. Það eru fullt af leikmönnum sem fá ekki borgað," sagði Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á þriðjudaginn.

„Það er þannig umhverfi núna í íslenskum fótboltaheimi - það er smá vesen fyrir liðin að borga kannski á réttum tíma en ég get fullyrt það að allir fái greitt," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Á þetta að gerast? Nei, en því miður er þetta óheppileg staða hjá mörgum fótboltaliðum að greiðslur berast kannski í seinna falli en við erum ekki að tala um tveggja-þriggja mánaða skuldir."

„Við erum að tala um að greiðslur berist síðar í mánuðinum og þá sérstaklega á tímabilinu desember, janúar, febrúar. Þá eru styrktaraðilarnir ekki búnir að borga og menn eru aðeins að taka til í sínum fjármálum."

„Ég held að leikmenn sem eru búnir að vera lengi í þessu íslenska umhverfi þekki þetta alveg. Er þetta alveg til fyrirmyndar? Leikmenn sem eru að vinna aðra vinnu hljóta að fá borgað annars staðar. Svona er þetta bara, þetta er umhverfið sem við lifum í."

„Sagan var ekki úr lausu lofti gripinn en hún var krydduð með extra All-season kryddi,"
sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner