Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 25. mars 2022 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Freyr: Get svolítið tekið þetta tap á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék á láni með Kórdrengjum seinni hluta síðasta tímabils.
Lék á láni með Kórdrengjum seinni hluta síðasta tímabils.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér leið bara vel að spila leikinn, ég myndi segja að við vorum betri í leiknum og ég get eiginlega tekið þetta svolítið á mig," sagði Axel Freyr Harðarson, leikmaður Víkings, eftir tap í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag. Hann lék í hægri bakverðinum í dag í fjarveru þeirra Karls Friðleifs Gunnarssonar og Loga Tómasonar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 FH

„Ég átti að brjóta á Gumma í fyrra markinu og svo í seinna markinu var ég dansandi með boltann á miðjunni, við missum boltann og þeir komust í skyndisókn. Boltinn kemur fyrir og ... leiðinlegt svona á síðustu mínútunum."

„Það er alveg hægt að fela sig á bakvið það og ég myndi alveg segja að það spili inn í að ég er óreyndur í þessari stöðu. En þetta voru bara mín mistök, skortur á einbeitingu."


Kom það miðjumanninum á óvart að vera í hægri bakverðinum?

„Að vissu leyti en bjóst alveg við því að það gæti gerst þar sem það vantar nokkra leikmenn en allir miðjumennirnir eru heilir. Ég bjóst alveg við því en samt ekki."

Axel var ánægður að fá 90 mínútur. „Það er alltaf gaman að spila, hvar sem það er á vellinum."

Axel var næst spurður út í framhaldið hjá sér, hvort hann verði í Víkingi í sumar. Hann segist vera ánægður í Víkingi og langi að vera þar í sumar. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Hvernig hefur þér fundist undirbúningstímabilið og þín frammistaða þar?

„Mér hefur fundist frammistaðan góð, allavega til að byrja með. Frá desember til febrúar gekk mér mjög vel. Svo kom smá brekka, kannski eitthvað einbeitingarleysi hjá mér en annars er ég bara mjög sáttur," sagði Axel að lokum.
Athugasemdir
banner