„Þú hefur rétt fyrir þér, við byrjuðum mjög vel og börðumst saman sem lið. Ég held að við höfum sýnt að við erum vel samkeppnishæfir gegn Pepsi Max-deildar liðum og í raun hefðum við átt að vinna," sagði James Dale, leikmaður Ólafsvíkinga, við Einar Knútsson eftir leik liðsins gegn Reykjavíkur Víkingum í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 5 - 6 Víkingur R.
James fékk að líta rauða spjaldið í framlengingunni og hann var spurður út í spjaldið.
„Ég myndi elska að geta sagt þér hvað gerðist en ég var einfaldlega að hlaupa til baka og númer 77, ég veit ekki hvað hann heitir [Atli Hrafn Andrason] kom á blindu hliðina mína, ætlaði sér að komas hinu megin við mig og fór í öxlina á mér og féll til jarðar."
„Dómarinn sá ekkert og aðstoðardómarinn sá ekkert því ekkert gerðist. Svo allt í einu þegar einn leikmaður þeirra fór til þeirra teymis þá breyttist eitthvað. Ég veit ekki hvort dómarinn varð hræddur við þeirra félag eða hvað það var. Ákvörðunin um að halda leik áfram breyttist [og ég fékk rauða spjaldið]."
„Ég vil ekki kenna dómaranum um að hafa tekið slæma ákvörðun en hann gæti þurft að horfa aftur á þetta á upptöku og vonandi gerir hann þessi mistök ekki aftur," sagði James. Víkingur R. vann leikinn eftir bráðabana í vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
























