
„Það er óbragð," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 1-1 jafntefli gegn Kórdrengjum. Grindavík fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Þarna mættust liðin í öðru og þriðja sæti Lengjudeildarinnar.
„Við vorum með þennan leik. Þeir eru með stóra menn og sterka og þegar við náum ekki fyrsta bolta þá getur þetta farið svona. Við verðum að vera grimmari."
„Við vorum með þennan leik. Þeir eru með stóra menn og sterka og þegar við náum ekki fyrsta bolta þá getur þetta farið svona. Við verðum að vera grimmari."
Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 - 1 Grindavík
„Kórdrengir eru með hörkulið og fyrirfram hefði maður þannig lagað séð sætt sig við eitt stig þó maður vilji vinna alla leiki. En ef maður er með leikinn svona þá verður maður fúll. Menn lögðu sig fram og þetta var hörkuleikur."
Sigurbjörn býst við því að Kórdrengir verði í baráttunni um að komast upp allt til loka en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir