Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 25. nóvember 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annað dæmi um þöggun á þessu móti - Treyjan tekin
Það hafa verið mikil mótmæli í Íran undanfarnar vikur.
Það hafa verið mikil mótmæli í Íran undanfarnar vikur.
Mynd: Getty Images
Eins og fyrir fyrsta leik þá sungu leikmenn Íran ekki með þegar þjóðsöngur þeirra var spilaður fyrir leikinn gegn Wales sem núna stendur yfir.

Er þetta gert í mótmælaskyni gegn stjórnvöldum í landinu en mikil og hörð mótmæli hafa farið fram í landinu undanfarnar vikur.

Kveikja mótmælanna var andlát ungrar konu sem var í haldi siðgæðislögreglu landsins. Mahsa Amini var handtekin þar sem hún þótti ekki bera höfuðslæðu sína nægilega vel.

Í fangelsinu lést hún af völdum áverkum sinna, en síðan þá hafa verið mikil mótmæli í landinu. Mótmælin snúast gegn íslömsku klerkastjórninni, sem hefur ríkt í Íran frá írönsku byltingunni árið 1979.

Það er ekki bara innan vallar þar sem írönskum stjórnvöldum er mótmælt. Það er líka gert í stúkunni því þar er ung kona sem mætti í treyju merktri 'Mahsa Amini' til að vekja athygli á málinu. Hún fékk ekki að vera lengi með treyjuna því öryggisverðir tóku af henni.

Þetta er enn eitt dæmið um þöggun á þessu heimsmeistaramóti. Mótið er haldið í Katar þar sem staða mannréttinda hefur verið gagnrýnd harðlega. FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, hefur sýnt mikla meðvirkni í garð Katar í kringum þetta mót.


Athugasemdir
banner
banner
banner