Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. maí 2020 14:15
Elvar Geir Magnússon
Klara: Greinilega mistök hjá Puma
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Puma er risafyrirtæki, einn af stærstu íþróttavöruframleiðendum heims, og það voru greinilega einhver mistök þar innanhús hjá þeim. Við hefðum viljað gera þetta öðruvísi," segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið.

Puma birti í morgun mynd af nýrri landsliðstreyju Íslands en KSÍ hafði áður tilkynnt að búningurinn yrði frumsýndur í júlí.

Klara segir mögulegt að í ljósi 'lekans' verði búningurinn og nýtt landsliðsmerki kynnt fyrr.

„Við vorum búin að setja upp ákveðna tímalínu sem er alveg ljóst að er núna í uppnámi svo við erum að endurhugsa það. Við ætlum að gefa okkur smá tíma í það, fá okkur kaffisopa og ráða ráðum okkar með framhaldið."

Nýtt landsliðsmerki sýni landvættina fjóra eins og þeir séu í snjókorni.

„Jú, þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bakvið. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA, svo það hefur verið langur aðdragandi að þessu." segir Klara við Viðskiptablaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner