Grótta og Þór skildu jöfn á Vivaldivellinum í stórleik 14. umferðar Inkasso deildarinnar í kvöld. Óskar Hrafn þjálfari Gróttu mætti í viðtal eftir leik og voru fyrstu viðbrögð hans eftirfarandi:
“Fyrstu viðbrögð eru það að ég er óendanlega stoltur af liðinu mínu fyrir að hafa barist í gegnum heilan hálfleik gegn jafn frábæru liði og Þór er og komið út með jafntefli. Mér fannst fyrri hálfleikurinn sennilega eitt það besta sem við höfum sýnt í sumar og þá fannst mér í raun og veru bara vera eitt lið á vellinum, en svo var þetta og er auðvitað þannig að það er á brattan að sækja á móti jafn öflugu liði og Þór er þegar þú ert einum færri. Þeir eru með frábæra menn, frábæra fótboltamenn, vel skipulagt lið. Ég ætla sem sem ekkert að segja, þetta var mjög erfiður hálfleikur fyrir okkur, en þegar mínir menn eru bara þannig gerðir að þeir einhvern vegin finna alltaf leið.”
Rauða spjaldið sem Arnar Þór fær breytir leiknum gjörsamlega og þegar Óskar var spurður út í spjaldið hafði hann eftirfarandi að segja:
“Jájá, hann gat alveg dæmt rautt spjald á þetta ef honum sýndist svo. Sárara var að svipað atvik gerist 20 sekúndum seinna aðeins ofar á vellinum og mér fannst hann hefði getað tekið sömu nálgun þar. En, æjji ég ætla ekki að fara að tjá mig um dómgæsluna, ég get ekki breytt henni og menn gera mögulega sín mistök eins og leikmenn og þjálfarar.”
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að neðan.
Athugasemdir






















