Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   sun 26. júlí 2020 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjössi Hreiðars: Svekkjandi að fá á sig mark eftir 90 plús trekk í trekk
Barnalegur varnarleikur
Lengjudeildin
Bjössi var svekktur í leikslok.
Bjössi var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það eru vonbrigði. Gríðarleg vonbrigði að missa niður 2-0 aftur," sagði Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir jafntefli gegn Magna.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  3 Grindavík

Leikar enduðu með 3-3 jafntefli og kom jöfnunarmark Magna upp úr hornspyrnu þegar ríflega 95 mínútur voru liðnar af leiknum. Það hlýtur að hafa verið svekkjandi?

„Þú getur rétt ímyndað þér að það sé svekkjandi að fá á sig mark eftir 90 plús trekk í trekk. Við þurfum að fara í naflaskoðun með það. Þú ert einu marki yfir og þegar andstæðingurinn fær fast leikatriði þá er hætta á þessu. Við erum að hleypa andstæðingum of nálægt okkur á lokamínútunum, þú vilt vera búinn að klára svona hluti."

Þetta var fimmta jafntefli Grindavíkur í röð. Er það áhyggjuefni?

„Þú færð bara eitt stig fyrir jafntefli og því fimm stig af fimmtán mögulegum. Það er allt of lítið, fáránlega lítið."

Grindavík komst tveimur mörkum yfir eftir tvær fléttur upp úr honrspyrnum. Hvað gerist þegar Magni kemst inn í leikinn?

„Þetta var barnalegt, við vorum með barnalegan varnarleik í þessu marki [fyrsta marki Magna]. Þá vitum við að liðin ganga á lagið og við verðum að fara yfir þennan varnarleik, lélegt því miður."

Viðtalið í heild sinni
Athugasemdir
banner