sun 26. júlí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ter Stegen gæti þurft aðgerð vegna hnémeiðsla
Ter Stegen er lykilmaður í liði Barca en kemst ekki í byrjunarliðið hjá þýska landsliðinu.
Ter Stegen er lykilmaður í liði Barca en kemst ekki í byrjunarliðið hjá þýska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Stjórnarmenn innan raða Barcelona óttast að þýski markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen þurfi að fara í aðgerð á hné fyrir næsta tímabil.

Ter Stegen hefur verið að glíma við meiðsli á sin í hné og hafa þau verið að versna að undanförnu.

Ólíklegt er að markvörðurinn verði sendur í aðgerð á næstu dögum þar sem Börsungar eiga mikilvæga leiki framundan í Meistaradeild Evrópu.

Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir Barcelona sem er þegar búið að missa af Spánarmeistaratitlinum og Konungsbikarnum.

Næsti leikur er í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, á heimavelli gegn Napoli eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.

Ljóst er að ter Stegen yrði frá í minnst þrjá eða fjóra mánuði eftir aðgerðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner