Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 26. júlí 2021 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir spiluðu frábæran leik og góðan fótbolta. Þeir gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45 eins og hefur verið oft hjá okkur í sumar," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 sigur á Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

KR-ingar léku á als oddi gegn slökum Fylkismönnum og eru núna fimm stigum frá toppnum.

„Það hefur verið oft hjá okkur þannig í sumar, sérstaklega hér á heimavelli, að við höfum verið með 1-0 forystu - jafnvel 2-0 - í hálfleik og gefið svo eftir og farið verja eitthvað. Núna héldum við bara áfram og þorðum að spila fram á við og fara í hraðar sóknir. Svo líka nýtum við bara færin okkar betur."

Var þetta besti leikur KR í sumar?

„Ég held að þetta hafi verið bestu 90 mínúturnar í deildinni, já... Við vorum kannski með aðeins meira léttleikandi lið á vellinum," sagði Rúnar sem hefur trú á því að KR geti blandað sér í titilbaráttuna á síðasta þriðjungi tímabilsins.

„Við erum enn í þessari baráttu en þú mátt ekki misstíga þig aftur. Við erum búnir að misstíga okkur aðeins of oft... við erum pottþétt eitt af fimm bestu liðum deildarinnar. Við höfum skorað minna en við hefðum viljað og erum að fá á okkur mörk sem við höfum ekki undanfarin tvö ár fengið á okkur. Við höfum gefið aðeins eftir á ýmsum sviðum, en við erum stoppa í götin núna og það er farið að ganga aðeins betur. Ef við eigum góðan leik, þá eru fá lið sem eiga séns í okkur. En við getum líka verið ömurlegir og tapað á móti hverjum sem er. Við erum með lið til að taka þátt í þessu."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner