Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 26. september 2023 12:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea vildi ekki greiða enska yfirverðið og barðist því ekki við Arsenal
Mynd: Getty Images
Telegraph fjallar um það í dag að Chelsea hafi ekki tekið þátt í baráttunni um að fá Declan Rice í sumar þar sem félagið hafi metið það frá byrjun að greiða yrði meira fyrir leikmanninn þar sem hann væri enskur.

Markaðsvirði hans væri eitt en greiða yrði yfirverð vegna þjóðernisins. Arsenal greiddi 105 milljónir punda til að fá enska landsliðsmiðjumanninn frá West Ham. Manchester City reyndi aðeins en það virtist ekki mikil alvara í tilraun félagsins um að berjast við Arsenal.

Chelsea var sterklega orðað við Rice árin á undan, hann er uppalinn hjá félaginu og var það sagt áhugasamt um að fá hann aftur. Ekkert varð hins vegar úr því.

Chelsea reyndi ekki heldur við James Maddison og James Ward-Prowse, enska miðjumenn sem fóru milli félaga á Englandi í sumar.

Í staðinn greiddi félagið 115 milljónir punda fyrir Moises Caicedo til að fá hann frá Brighton og svo 58 milljónir punda fyrir Romeo Lavia. Lavia var um 20 milljónum punda dýrari en Ward-Prowse.

Chelsea keypti enskan leikmann í glugganum. Félagið greiddi 45 milljónir punda fyrir vængmanninn Cole Palmer sem átti að baki 41 leik í öllum keppnum fyrir Manchester City á sínum ferli.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner