Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 26. september 2023 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Hildur í leiknum í kvöld.
Hildur í leiknum í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, 4-0 er pirrandi líka. En við áttum ekki skilið að vinna þennan leik í dag, þær áttu það fyllilega skilið," sagði Hildur Antonsdóttir miðjumaður Íslands eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þær voru mjög góðar í dag og við ekki á okkkar besta degi. Það er á hreinu að við höfum spilað betur. Þær náðu að klára leikinn með skotum af teigum, við fylgdum plani og vorum þéttar og þær voru ekki að búa til mikið af færum beint fyrir framan markið. Svo ná þær að skora nokkur mörk úr langskotum, þær eru með mjög góða skotmenn."

Fyrir leikinn var talað um krísu hjá þýska liðinu sem hafði tapað 2-0 gegn Danmörku.

„Þær mættu mjög grimmar, við töluðum um að vera grimmari á móti þeim og hefðum mátt vera grimmari fannst mér. Svo ná þær marki snemma í leiknum og fá aukið sjálfstraust og vorum með leikinn í höndunum."

„Við vörðum næstum því allan leikinn og í þessum fáu skiptum sem við fengum boltann vorum við ekki með margar fram á við og marga möguleika til að spila fram á við. Það er eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik, vera rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar til að koma okkur ofar á völlinn og búa til alvöru færi."


Nánar er rætt við Hildi í spilaranum að ofan. Hún talar um mikla stemmningu sem Þjóðverjar sköpuðu á pöllunum.

„Það var mjög gaman, ég ski ekkert hvað þau eru að segja svo ég get bara ímyndað mér að þau séu að hvetja okkur," sagði hún. „Þetta truflaði mig ekkert og hafði engin áhrif á liðið. Það er bara skemmtilegt að geta spilað fyrir framan svona marga áhorfendur."
Athugasemdir