Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 26. september 2023 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Hildur í leiknum í kvöld.
Hildur í leiknum í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, 4-0 er pirrandi líka. En við áttum ekki skilið að vinna þennan leik í dag, þær áttu það fyllilega skilið," sagði Hildur Antonsdóttir miðjumaður Íslands eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þær voru mjög góðar í dag og við ekki á okkkar besta degi. Það er á hreinu að við höfum spilað betur. Þær náðu að klára leikinn með skotum af teigum, við fylgdum plani og vorum þéttar og þær voru ekki að búa til mikið af færum beint fyrir framan markið. Svo ná þær að skora nokkur mörk úr langskotum, þær eru með mjög góða skotmenn."

Fyrir leikinn var talað um krísu hjá þýska liðinu sem hafði tapað 2-0 gegn Danmörku.

„Þær mættu mjög grimmar, við töluðum um að vera grimmari á móti þeim og hefðum mátt vera grimmari fannst mér. Svo ná þær marki snemma í leiknum og fá aukið sjálfstraust og vorum með leikinn í höndunum."

„Við vörðum næstum því allan leikinn og í þessum fáu skiptum sem við fengum boltann vorum við ekki með margar fram á við og marga möguleika til að spila fram á við. Það er eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik, vera rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar til að koma okkur ofar á völlinn og búa til alvöru færi."


Nánar er rætt við Hildi í spilaranum að ofan. Hún talar um mikla stemmningu sem Þjóðverjar sköpuðu á pöllunum.

„Það var mjög gaman, ég ski ekkert hvað þau eru að segja svo ég get bara ímyndað mér að þau séu að hvetja okkur," sagði hún. „Þetta truflaði mig ekkert og hafði engin áhrif á liðið. Það er bara skemmtilegt að geta spilað fyrir framan svona marga áhorfendur."
Athugasemdir
banner