Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 26. september 2023 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Hildur í leiknum í kvöld.
Hildur í leiknum í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, 4-0 er pirrandi líka. En við áttum ekki skilið að vinna þennan leik í dag, þær áttu það fyllilega skilið," sagði Hildur Antonsdóttir miðjumaður Íslands eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þær voru mjög góðar í dag og við ekki á okkkar besta degi. Það er á hreinu að við höfum spilað betur. Þær náðu að klára leikinn með skotum af teigum, við fylgdum plani og vorum þéttar og þær voru ekki að búa til mikið af færum beint fyrir framan markið. Svo ná þær að skora nokkur mörk úr langskotum, þær eru með mjög góða skotmenn."

Fyrir leikinn var talað um krísu hjá þýska liðinu sem hafði tapað 2-0 gegn Danmörku.

„Þær mættu mjög grimmar, við töluðum um að vera grimmari á móti þeim og hefðum mátt vera grimmari fannst mér. Svo ná þær marki snemma í leiknum og fá aukið sjálfstraust og vorum með leikinn í höndunum."

„Við vörðum næstum því allan leikinn og í þessum fáu skiptum sem við fengum boltann vorum við ekki með margar fram á við og marga möguleika til að spila fram á við. Það er eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik, vera rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar til að koma okkur ofar á völlinn og búa til alvöru færi."


Nánar er rætt við Hildi í spilaranum að ofan. Hún talar um mikla stemmningu sem Þjóðverjar sköpuðu á pöllunum.

„Það var mjög gaman, ég ski ekkert hvað þau eru að segja svo ég get bara ímyndað mér að þau séu að hvetja okkur," sagði hún. „Þetta truflaði mig ekkert og hafði engin áhrif á liðið. Það er bara skemmtilegt að geta spilað fyrir framan svona marga áhorfendur."
Athugasemdir
banner
banner