Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
   þri 26. september 2023 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
watermark Hildur í leiknum í kvöld.
Hildur í leiknum í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, 4-0 er pirrandi líka. En við áttum ekki skilið að vinna þennan leik í dag, þær áttu það fyllilega skilið," sagði Hildur Antonsdóttir miðjumaður Íslands eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þær voru mjög góðar í dag og við ekki á okkkar besta degi. Það er á hreinu að við höfum spilað betur. Þær náðu að klára leikinn með skotum af teigum, við fylgdum plani og vorum þéttar og þær voru ekki að búa til mikið af færum beint fyrir framan markið. Svo ná þær að skora nokkur mörk úr langskotum, þær eru með mjög góða skotmenn."

Fyrir leikinn var talað um krísu hjá þýska liðinu sem hafði tapað 2-0 gegn Danmörku.

„Þær mættu mjög grimmar, við töluðum um að vera grimmari á móti þeim og hefðum mátt vera grimmari fannst mér. Svo ná þær marki snemma í leiknum og fá aukið sjálfstraust og vorum með leikinn í höndunum."

„Við vörðum næstum því allan leikinn og í þessum fáu skiptum sem við fengum boltann vorum við ekki með margar fram á við og marga möguleika til að spila fram á við. Það er eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik, vera rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar til að koma okkur ofar á völlinn og búa til alvöru færi."


Nánar er rætt við Hildi í spilaranum að ofan. Hún talar um mikla stemmningu sem Þjóðverjar sköpuðu á pöllunum.

„Það var mjög gaman, ég ski ekkert hvað þau eru að segja svo ég get bara ímyndað mér að þau séu að hvetja okkur," sagði hún. „Þetta truflaði mig ekkert og hafði engin áhrif á liðið. Það er bara skemmtilegt að geta spilað fyrir framan svona marga áhorfendur."
Athugasemdir
banner
banner
banner