„Það er rosalega erfitt að tapa 6-1 hérna í dag. Það var rosalega erfitt fyrir okkur á hliðarlínunni að horfa á þetta. Við erum ekki stoltir af þessu tapi hérna í dag.“ sagði Dean Martin, aðstoðarþjálfari ÍA, eftir 6-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í dag.
Lestu um leikinn: Valur 6 - 1 ÍA
Hvað fór úrskeðis hjá Skagaliðinu í dag?
„Þeir eru bara miklu betri en við á öllum sviðum leiksins. Við vorum ekki nálægt þeim í dag, þetta var bara ekki góður dagur hjá okkur.“
Hafði seinsti leikur gegn Víkingum áhrif á það hvernig þessi leikur spilaðist?
„Við getum ekki alltaf komið með afsakanir fyrir þessa frammistöðu í dag. Við vorum bara ekki góðir í dag og ég myndi ekki vilja segja að við hefðum unnið í dag hefðum við unnið í seinustu viku. Ég get bara dæmt okkur í dag.“
Eru það vonbrigði að hafa ekki náð Evrópusæti?
„Auðvitað eru það vonbrigði. Maður er að leggja sig fram og vill vinna fótboltaleik. Það eru vonbrigði að tapa stórt líka, fólk upp á Skaga er ekki að sætta sig við það.“
Arnór Smárason, fyirirliði ÍA, kom inn á í dag og spilaði sinn síðasta leik á ferlinum.
„Geggjuð manneskja og topp fyrirliði. Hann hefur staðið sig mjög vel í atvinnumennsku og frábær fyrirliði. Leiðinilegt fyrir hann að enda þetta á svona tapi í dag, ég er ekki ánægður með þetta.“
Nánar er rætt við Dean Martin í spilaranum hér að ofan.