Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. janúar 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Gylfi 2017 og Hourihane 2021
Mynd: Getty Images
Það fóru fram fjórir leikir í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í kvöld.

Swansea kom sér aftur upp í annað sæti deildarinnar með jafntefli gegn Brentford á heimavelli. Swansea lenti manni færri og marki undir með stuttu millibili í seinni hálfleik. Þeim tókst samt að bjarga stigi og var það Conor Hourihane, lánsmaður frá Aston Villa sem skoraði.

Pistlahöfundur Wales Online líkti Hourihane við Gylfa Þór Sigurðsson, sem var frábær fyrir Swansea á sínum tíma. Einn af þeim eiginleikum sem Hourihane deilir með Gylfa er að hann er góður í að taka föst leikatriði. Í kvöld varð Hourihane fyrsti leikmaður Swansea til að skora beint úr aukaspyrnu síðan 2017. Sá síðasti? Gylfi Þór.

Swansea er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Watford. Norwich er á toppi deildarinnar með sex stiga forskot.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Middlesbrough 0 - 3 Rotherham
0-1 Matt Crooks ('43 )
0-2 Michael Smith ('79 , víti)
0-3 Ryan Giles ('90 )

Coventry 2 - 0 Sheffield Wed
1-0 Viktor Gyokeres ('57 )
2-0 Jamie Allen ('90 )

Barnsley 2 - 2 Cardiff City
1-0 Mads Juel Andersen ('20 )
2-0 Cauley Woodrow ('52 )
2-1 Sheyi Ojo ('58 )
2-2 Kieffer Moore ('68 )

Swansea 1 - 1 Brentford
0-1 Tarique Fosu ('74 )
1-1 Conor Hourihane ('78 )
Rautt spjald: Kyle Naughton, Swansea ('69)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner