Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. apríl 2021 14:55
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Víkingar vilja semja við Nissen - Kwame og Ingvar ekki með í byrjun
Rasmus Nissen.
Rasmus Nissen.
Mynd: OB
Víkingur Reykjavík vill semja við sóknarmanninn Rasmus Nissen sem hefur verið til reynslu hjá félaginu. Þessi nítján ára Dani er á mála hjá OB en hann skoraði þrennu í æfingaleik með Víkingi um helgina.

„Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál. En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Vísi.

Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Kwame Quee er ekki kominn til landsins og markvörðurinn Ingvar Jónsson og miðvörðurinn Kári Árnason eru að jafna sig á meiðslum.

„Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA. Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi," segir Arnar við Vísi.

Ljóst er að Þórður Ingason ver mark Víkings í upphafi móts þar sem Ingvar Jónsson er enn meiddur. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner