
Fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir var að vonum kampa kát eftir 3-1 sigur liðsins á nýliðum FHL í 3.umferð Bestu-deildar kvenna í dag.
Arna átti frábæran leik í dag. Arna kom FH-liðinu á bragðið með marki í upphafi leiks og tvöfaldaði forystuna með skalla marki rétt fyrir hálfleik.
Arna átti frábæran leik í dag. Arna kom FH-liðinu á bragðið með marki í upphafi leiks og tvöfaldaði forystuna með skalla marki rétt fyrir hálfleik.
Lestu um leikinn: FH 3 - 1 FHL
„Mér fannst spilamennskan vera góð heilt yfir. Við vorum góðar í fyrri hálfleik. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru kannski ekki frábærar en heilt yfir var spilamennskan mjög góð," sagði Arna sem var sammála því að FH-liðið hafi byrjað seinni hálfleikinn verr heldur en gestirnir sem minnkuðu muninn í 2-1.
„Við komumst yfir það á einhverjum 15-20 mínútum. Það er eðlilegt að lið eigi slæma kafla í hverjum leik og við náðum að vinna okkur vel úr því."
FH-liðið er á toppi deildarinnar eins og staðan er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins.
„Ég held að þetta sé á pari við það sem við ætluðum okkur. Þetta hafa verið tveir góðir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik."
En þetta fyrsta mark hennar í leiknum. Það fór sennilega ekki framhjá neinum sem fylgdust með að þetta átti að vera fyrirgjöf eða hvað?
„Þau voru búin að segja við mig inn í klefa að ég ætti að ljúga því að ég ætlaði að skjóta en þetta átti auðvitað alltaf að vera sending en það er fínt að boltinn hafi endað þarna. Ég er með frekar lélega sjón þannig ég sá boltann ekki lenda inní markinu fyrr en stelpurnar fóru að fagna," sagði fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir sem bætti síðan við öðru marki undir blá lok fyrri hálfleiks.
„Ég hef alltaf verið fín í föstum leikatriðum. Ég náði ekki að skora í fyrra svo ég var búin að setja mér markmið að vera betri í því í ár," sagði Arna sem vildi bara leyfa framtíðinni að láta því ráðast hversu mörg mörk hún skori í sumar.
Athugasemdir