Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. apríl 2025 16:21
Arnar Daði Arnarsson
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
Kvenaboltinn
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var hissa eftir fyrsta mark sitt í leiknum.
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var hissa eftir fyrsta mark sitt í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir var að vonum kampa kát eftir 3-1 sigur liðsins á nýliðum FHL í 3.umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Arna átti frábæran leik í dag. Arna kom FH-liðinu á bragðið með marki í upphafi leiks og tvöfaldaði forystuna með skalla marki rétt fyrir hálfleik.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 FHL

„Mér fannst spilamennskan vera góð heilt yfir. Við vorum góðar í fyrri hálfleik. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru kannski ekki frábærar en heilt yfir var spilamennskan mjög góð," sagði Arna sem var sammála því að FH-liðið hafi byrjað seinni hálfleikinn verr heldur en gestirnir sem minnkuðu muninn í 2-1.

„Við komumst yfir það á einhverjum 15-20 mínútum. Það er eðlilegt að lið eigi slæma kafla í hverjum leik og við náðum að vinna okkur vel úr því."

FH-liðið er á toppi deildarinnar eins og staðan er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins.

„Ég held að þetta sé á pari við það sem við ætluðum okkur. Þetta hafa verið tveir góðir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik."

En þetta fyrsta mark hennar í leiknum. Það fór sennilega ekki framhjá neinum sem fylgdust með að þetta átti að vera fyrirgjöf eða hvað?

„Þau voru búin að segja við mig inn í klefa að ég ætti að ljúga því að ég ætlaði að skjóta en þetta átti auðvitað alltaf að vera sending en það er fínt að boltinn hafi endað þarna. Ég er með frekar lélega sjón þannig ég sá boltann ekki lenda inní markinu fyrr en stelpurnar fóru að fagna," sagði fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir sem bætti síðan við öðru marki undir blá lok fyrri hálfleiks.

„Ég hef alltaf verið fín í föstum leikatriðum. Ég náði ekki að skora í fyrra svo ég var búin að setja mér markmið að vera betri í því í ár," sagði Arna sem vildi bara leyfa framtíðinni að láta því ráðast hversu mörg mörk hún skori í sumar.
Athugasemdir
banner
banner