Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
   sun 27. apríl 2025 16:33
Arnar Daði Arnarsson
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Kvenaboltinn
Björgvin Karl þjálfari FHL.
Björgvin Karl þjálfari FHL.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL var vonsvikinn með spilamennsku sinna stelpna í 3-1 tapi liðsins gegn FH í Hafnarfirðinum í dag.

Þetta var fyrsti leikur 3.umferðar í deildinni en FHL er enn án stiga í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 FHL

„Mér fannst við vera slakar í fyrri hálfleik og við áttum í rauninni ekkert skilið. Það hefði hinsvegar verið ljúft að vera bara einu marki undir í hálfleik en því miður vorum við tveimur mörkum undir," sagði Björgvin Karl sem var ánægður með hvernig stelpurnar komu inn í seinni hálfleikinn.

„Við ákváðum að stíga aðeins á þetta í seinni hálfleik og við náðum því. Við fengum tækifæri til að gera enn betur en þá vantaði uppá að sendingar eða móttökur væru betri."

„Við náðum að klóra okkur aðeins inn í leikinn en það kostaði okkur það að þær skora sitt þriðja mark. Ég hefði viljað fá heilt yfir öflugri frammistöðu frá okkur í dag," sagði Björgvin sem var svekktur með bæði mörk FH í fyrri hálfleiknum.

„ Við hefðum átt að gera betur í báðum mörkunum þeirra."

María Björg Fjölnisdóttir fór af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik.

„Hún hefur verið tæp frá því að hún byrjaði aftur. Við erum að reyna koma henni aftur af stað. Hún var ekki búin að spila fótbolta í tvö ár. Hún hefur gert mjög vel fyrir okkur og vonandi verður hún komin sem fyrst aftur á fullt."

Framundan er nýliðaslagur þegar FHL mætir Fram í 4.umferð Bestu-deildarinnar.

„Það er frábært að vera búnar að skora og koma okkur aðeins á blað þó svo að við höfum ekki fengið nein stig. Þetta verður stórleikur. Við höfum oft spilað við Fram áður og það hafa alltaf verið hörkuleikir. Við þurfum að einbeita okkur að því að gera betur en við höfum verið að gera í 90 mínútur og vonandi gengur það eftir gegn Fram," sagði Björgvin sem gerir ekki ráð fyrir því að styrkja liðið fyrir lok félagaskiptagluggans.

„Það er ekkert sem er í hendi þar og ég hef ekkert verið að skoða það neitt."
Athugasemdir
banner