Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   sun 27. apríl 2025 16:33
Arnar Daði Arnarsson
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Kvenaboltinn
Björgvin Karl þjálfari FHL.
Björgvin Karl þjálfari FHL.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL var vonsvikinn með spilamennsku sinna stelpna í 3-1 tapi liðsins gegn FH í Hafnarfirðinum í dag.

Þetta var fyrsti leikur 3.umferðar í deildinni en FHL er enn án stiga í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 FHL

„Mér fannst við vera slakar í fyrri hálfleik og við áttum í rauninni ekkert skilið. Það hefði hinsvegar verið ljúft að vera bara einu marki undir í hálfleik en því miður vorum við tveimur mörkum undir," sagði Björgvin Karl sem var ánægður með hvernig stelpurnar komu inn í seinni hálfleikinn.

„Við ákváðum að stíga aðeins á þetta í seinni hálfleik og við náðum því. Við fengum tækifæri til að gera enn betur en þá vantaði uppá að sendingar eða móttökur væru betri."

„Við náðum að klóra okkur aðeins inn í leikinn en það kostaði okkur það að þær skora sitt þriðja mark. Ég hefði viljað fá heilt yfir öflugri frammistöðu frá okkur í dag," sagði Björgvin sem var svekktur með bæði mörk FH í fyrri hálfleiknum.

„ Við hefðum átt að gera betur í báðum mörkunum þeirra."

María Björg Fjölnisdóttir fór af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik.

„Hún hefur verið tæp frá því að hún byrjaði aftur. Við erum að reyna koma henni aftur af stað. Hún var ekki búin að spila fótbolta í tvö ár. Hún hefur gert mjög vel fyrir okkur og vonandi verður hún komin sem fyrst aftur á fullt."

Framundan er nýliðaslagur þegar FHL mætir Fram í 4.umferð Bestu-deildarinnar.

„Það er frábært að vera búnar að skora og koma okkur aðeins á blað þó svo að við höfum ekki fengið nein stig. Þetta verður stórleikur. Við höfum oft spilað við Fram áður og það hafa alltaf verið hörkuleikir. Við þurfum að einbeita okkur að því að gera betur en við höfum verið að gera í 90 mínútur og vonandi gengur það eftir gegn Fram," sagði Björgvin sem gerir ekki ráð fyrir því að styrkja liðið fyrir lok félagaskiptagluggans.

„Það er ekkert sem er í hendi þar og ég hef ekkert verið að skoða það neitt."
Athugasemdir
banner
banner