Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 27. júní 2020 17:47
Sverrir Örn Einarsson
Mikki: Þeir fóru ekki yfir miðju fyrstu tuttugu
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík gerði góða ferð austur yfir fjall í dag þegar liðið sótti Selfoss heim á Jáverk-völlinn á Selfossi í dag. Eftir að Hrvoje Tokic hafði komið heimamönnum yfir eftir um hálftíma leik sneru gestirnir taflinu við og mörk frá Atla Frey Ottesen og Kenneth Hogg tryggðu þeim stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Njarðvík

„Ég er bara hrikalega ánægður.á móti liðinu sem er spáð efsta sæti og eru bara með hörkulið með virkilega góða leikmenn. En við bara spiluðum vel í dag og ég er bara virkilega ánægður með að vera búinn að koma hingað og taka þrjú stig og bara gott fyrir framhaldið hjá okkur.“
Sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Leikurinn var kaflaskiptur framan og eftir yfirburði Njarðvíkur fyrstu tuttugu mínútur leiksins gáfu þeir eftir og heimamenn gengu á lagið og komust yfir.

„Þeir fóru ekki yfir miðju fyrstu tuttugu mínúturnar, við vorum frábærir þá. Svo fær miðjumaðurinn hjá okkur höfuðhögg og þegar það gerist gjörsamlega dettum við niður og þeir eru mun betri seinni hluta fyrri hálfleiks. En við náðum að jafna í fyrri hálfleik og það var gott fyrir okkur og bara frábær karakter að koma hingað og lenda undir en taka þrjú stig.“

Kenneth Hogg tryggði Njarðvík stigin þrjú með góðu marki eftir svakalegan sprett. Það er munur fyrir MIkka að vera með mann eins og Hogg í liðinu?

„Þetta var geggjað mark hjá honum og hann er búinn að vera frábær i þessum fyrstu tveimur leikjum. Hann er lítið búinn að spila þarna í vetur. Við erum búnir að vera í senters leit lengi og núna þá bara við hentum við honum uppá topp í síðasta leik og þarna eru við búnir að finna manninn. “

Allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner