Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 27. júní 2020 17:47
Sverrir Örn Einarsson
Mikki: Þeir fóru ekki yfir miðju fyrstu tuttugu
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík gerði góða ferð austur yfir fjall í dag þegar liðið sótti Selfoss heim á Jáverk-völlinn á Selfossi í dag. Eftir að Hrvoje Tokic hafði komið heimamönnum yfir eftir um hálftíma leik sneru gestirnir taflinu við og mörk frá Atla Frey Ottesen og Kenneth Hogg tryggðu þeim stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Njarðvík

„Ég er bara hrikalega ánægður.á móti liðinu sem er spáð efsta sæti og eru bara með hörkulið með virkilega góða leikmenn. En við bara spiluðum vel í dag og ég er bara virkilega ánægður með að vera búinn að koma hingað og taka þrjú stig og bara gott fyrir framhaldið hjá okkur.“
Sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Leikurinn var kaflaskiptur framan og eftir yfirburði Njarðvíkur fyrstu tuttugu mínútur leiksins gáfu þeir eftir og heimamenn gengu á lagið og komust yfir.

„Þeir fóru ekki yfir miðju fyrstu tuttugu mínúturnar, við vorum frábærir þá. Svo fær miðjumaðurinn hjá okkur höfuðhögg og þegar það gerist gjörsamlega dettum við niður og þeir eru mun betri seinni hluta fyrri hálfleiks. En við náðum að jafna í fyrri hálfleik og það var gott fyrir okkur og bara frábær karakter að koma hingað og lenda undir en taka þrjú stig.“

Kenneth Hogg tryggði Njarðvík stigin þrjú með góðu marki eftir svakalegan sprett. Það er munur fyrir MIkka að vera með mann eins og Hogg í liðinu?

„Þetta var geggjað mark hjá honum og hann er búinn að vera frábær i þessum fyrstu tveimur leikjum. Hann er lítið búinn að spila þarna í vetur. Við erum búnir að vera í senters leit lengi og núna þá bara við hentum við honum uppá topp í síðasta leik og þarna eru við búnir að finna manninn. “

Allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner