Fylkismenn tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu að nýju og það með stæl þegar þeir unnu Gróttu 5-1 í 19. umferð Lengjudeildarinnar í dag. Arnar Daði Arnarsson ræddi við Ásgeir Eyþórsson, fyrirliða Fylkis, eftir leikinn í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 5 - 1 Grótta
„Þetta var geggjaður dagur, geggjað veður og mjög solid leikur. Það var þægilegt að klára þetta svona. 3-0 í hálfleik og þetta var alltaf frekar öruggt fannst manni. Við spiluðum vel og höfum verið á góðu skriði," segir Ásgeir.
„Við vorum með tvö markmið fyrir sumarið. Númer eitt var að komast upp og svo markmið númer tvö að vinna deildina. Nú er bara fókus á að klára deildina."
„Við erum mjög spenntir fyrir næsta tímabili og það er geggjað að vera komnir upp í efstu deild aftur."
Hér að ofan má sjá viðtalið við Ásgeir í heild sinni en þar ræðir hann nánar um sumarið og leikinn í dag.
Athugasemdir