Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 27. september 2014 17:21
Karitas Þórarinsdóttir
Þóra: Mesta sjokkið hefur verið dómgæslan
Kvenaboltinn
Þóra Björg Helgadóttir í leik með landsliðinu. Hún hætti með landsliðinu á dögunum en veit ekki hvort ferlinum sé lokið.
Þóra Björg Helgadóttir í leik með landsliðinu. Hún hætti með landsliðinu á dögunum en veit ekki hvort ferlinum sé lokið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við erum eins og höfuðlausir kjúklingar í fyrri hálfleik og þær nýta sér það og skora tvö góð mörk. Svo fannst mér engin hætta stafa af þeim í seinni en við klúðruðum þessu í fyrri," sagði Þóra Björg Helgadóttir markvörður Fylkis eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  0 Fylkir

Þóra kom úr atvinnumennsku til Fylkis á miðju tímabili og var spurð út í muninn á deildunum. Það leiddi til þess að hún fór sömu leið og Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari hennar og kvartaði undan dómgæslu.

,,Mesta sjokkið hefur verið dómgæslan. Mér finnst hún alveg skelfileg. Maður veit ekkert hvaða reglur gilda. Mér finnst það verst. Sumir dómarar virðast gera þetta með hangandi hendi, hvort það hafi eitthvað með peninga að gera veit ég ekki, en sumir eru einfaldlega ekki nógu góðir. Meðan það er þannig er er erfitt fyrir deildina að taka næsta skref fram á við."

,,Ég veit ekki hvað KSÍ getur gert, ég er ekki með neinar lausnir og er bara að benda á vandamál. Sem er kannski ekki gott, en þetta þarf að vera betra. Kröfurnar þurfa að vera meiri, hvernig það er gert, það eru aðrir sem eru betri í því en ég."


,,Ég horfi svolítið á karladeildina. Maður hálfpartinn vonar að þetta sé betra í karladeildinni því þetta er ekki gott. Það er svo erfitt að vita ekki hvaða reglur gilda. Tveggja fóta tækling er ekki einu sinni aukaspyrna og smá snerting er gult spjald eða jafnvel rautt. Þetta er eiginlega út í hött."


Nánar er rætt við Þóru í sjónvarpinu að ofan en hún er ekki ákveðin í hvort þetta verði hennar síðasti leikur á ferlinum.

,,Planið var að þetta yrði minn síðasti leikur en það er spurning hvort ég standist þrýsting eða láti undan. Ég reikna með að vera eitthvað viðloðandi fótboltann en það á alveg eftir að koma í ljós, frekar eftir vinnu og öðru."
Athugasemdir
banner