Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 28. janúar 2020 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski bikarinn: Sex mörk, tvö rauð og vítaspyrnukeppni
Inaki Williams. Hann skoraði tvö fyrir Athletic Bilbao og fékk klapp frá stuðningsmönnum Tenerife.
Inaki Williams. Hann skoraði tvö fyrir Athletic Bilbao og fékk klapp frá stuðningsmönnum Tenerife.
Mynd: Getty Images
Jose (í leik með Stoke) skoraði tvö fyrir Tenerife, en hann klikkaði á spyrnu sinni í vítakeppninni.
Jose (í leik með Stoke) skoraði tvö fyrir Tenerife, en hann klikkaði á spyrnu sinni í vítakeppninni.
Mynd: Getty Images
Tenerife 3 - 3 Athletic (2-4 í vítakeppni)
1-0 Joselu ('8 , víti)
1-1 Inaki Williams ('17 )
2-1 Joselu ('28 )
2-2 Inaki Williams ('55 )
3-2 Dani Gomez ('105 , víti)
3-3 Yuri Berchiche ('118 )
Rautt spjald: Iago Herrerin, Athletic ('2), Carlos Ruiz, Tenerife ('94)

Athletic Bilbao mun taka þátt í 8-liða úrslitum spænska bikarsins eftir sigur á B-deildarliði Tenerife í ótrúlega fjörugum leik þar sem margt grerðist.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir gestina frá baskalandi því Iago Herrerin, markvörður liðsins, fékk að líta rautt spjald eftir aðeins tvær mínútur fyrir brot utan teigs.

Joselu, fyrrum sóknarmaður Newcastle og Stoke, skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á áttundu mínútu.

Mínútu eftir markið, á níundu mínútu, klöppuðu stuðningsmenn Tenerife fyrir Inaki Williams, leikmanni númer níu hjá Bilbao. Williams varð fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Espanyol um síðustu helgi. Stuðningsmenn Tenerife klöppuðu og kölluðu: „nei við rasisma."

Williams var á skotskónum í leiknum, tvisvar. Hann skoraði á 17. mínútu og jafnaði metin, en hann gerði það aftur á 55. mínútu er hann jafnaði í 2-2. Joselu hafði skorað sitt annað mark í millitíðinni.

Staðan 2-2 og þannig var staðan þegar 90 mínúturnar og uppbótartíminn kláruðust. Því þurfti að framlengja. Framlengingin byrjaði ekki vel fyrir heimamenn því þeir misstu fyrirliða sinn, Carlos Ruiz, af velli þegar hann fékk annað gula spjald sitt.

Í framlengingunni komst Tenerife yfir í þriðja skiptið í leiknum, úr sinni annarri vítaspyrnu. Í þetta skiptið var það Dani Gomez sem skoraði.

Í þriðja skiptið í leiknum tókst Athletic hins vegar að jafna, á 118. mínútu. Yuri Berchiche skoraði þá með föstu skoti fyrir utan teig. Markið má sjá hérna.

Eftir sex mörk, tvö rauð spjöld og mikla skemmtun var farið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði úrvalsdeildarliðið betur, 4-2, og er því komið áfram í 8-liða úrslit. Svekkjandi fyrir Tenerife sem komst þrisvar yfir í leiknum og var einum manni fleiri lengi vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner