Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Anna Björk Kristjánsdóttir (PSV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hallbera Guðny Gísladóttir.
Hallbera Guðny Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir er þrítug landsliðskona sem gekk í raðir PSV í Hollandi í fyrra.

Anna lék á sínum tíma með Stjörnunni og KR á Íslandi. Anna var í viðtali við Fótbolti.net þar sem ferillinn var skoðaður en í dag sýnir hún á sér hina hliðina. Hún gerði það einnig árið 2011 en margt hefur breyst síðan þá.

Sjá einnig:
Anna Björk: Vildi komast í topplið þar sem samkeppnin er mikil
„Hafði heyrt misgóða hluti um lið erlendis"

Fullt nafn: Anna Björk Kristjánsdóttir

Gælunafn: Spói, Björkí

Aldur: 30 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Með KR og á móti Þór/KA/KS árið 2004, 14 ára gömul.

Uppáhalds drykkur: Vatn og Fanta.

Uppáhalds matsölustaður: The happiness kitchen í Eindhoven

Hvernig bíl áttu: Lítinn krúttlegan Chevrolet Spark

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones og Peaky blinders

Uppáhalds tónlistarmaður: Sam Smith

Fyndnasti Íslendingurinn: Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Tyrkisk pepper ídýfu, fersk jarðaber og piparmyntukúlu.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Inger niðri bað að heilsa, góða nótt

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: No comment

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Abby Wambach.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þorlákur Árnason

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ramona Bachmann, óþolandi að reyna að stöðva hana.

Sætasti sigurinn: Sigurinn á móti Djurgården í síðasta leik í deild 2018, rétt náðum að bjarga okkur frá falli eftir virkilega langt og erfitt tímabil.

Mestu vonbrigðin: EM 2017

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Cecilía Rán Rúnarsdóttir.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Grétar Óskarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hver önnur en Elín Metta Jensen

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Margrét Lára Viðarsdóttir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ég held að það muni aldrei neinn toppa Berglindi Hrund frá því að ég var með henni í Stjörnunni.

Uppáhalds staður á Íslandi: Vesturbærinn og Vopnafjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Kemur engum á óvart að það tengist Hallberu. Vorum að fara að spila landsleik við lið sem var hálfgerður skyldusigur. Búið að tönglast á því alla vikuna að halda fullum fókus og við þyrftum að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Við göngum útá völl og erum að klæða okkur úr peysunum til að taka liðsmynd og þá lítur Hallbera niður og fattar að hún gleymdi að klæða sig í búninginn og var enn í upphitunarbolnum. Svipurinn sem kom á hana er eitt það besta sem ég hef séð. Nokkuð viss um að það sé til mynd af liðinu þar sem hún er ein ekki í búning og við hinar að reyna að halda andliti.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðallega fimleikum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Tungumálum

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var að spila fyrsta keppnisleikinn minn með Örebro í bikarnum og ég fékk að líta beint rautt spjald og víti. Ekki draumabyrjun á ferlinum mínum í útlöndum.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Öddu því hún myndi alltaf finna mat fyrir okkur. Söndru Sigurðardóttur, herbergisfélagann minn úr landsliðinu því hún passar uppá mig og Berglindi Björg til að halda fjörinu gangandi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Tók þátt í model keppni fyrir 15 árum síðan.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Rakel Hönnudóttir. Hún syngur eins og engill, spilar á gítar, virkilega góð að teikna og mála. Elskar Demi Lovato, býr til bestu bananapönnukökur sem ég hef smakkað og sjaldan kynnst skipulagðari manneskju.

Hverju laugstu síðast: Laug að kærastanum mínum að ég væri ekki búin að horfa á þætti sem við ætluðum að horfa saman á.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Skokka 1-2 hringi í byrjun æfinga.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Dagurinn hjá mér snýst aðallega um að halda mér í formi og borða hollt. Held mér að mestu inni, reyni að æfa þess á milli og njóta tímans með fjölskyldunni.

Hin hliðin: Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan) (2011)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner