Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðný framlengir við Kristianstad - „Besti staðurinn fyrir mig“
Kvenaboltinn
Mynd: Kristianstad
Varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við sænska félagið Kristianstad út næsta ár.

Landsliðskonan lék með FH og Val hér heima en hefur spilað í atvinnumennsku síðustu fimm ár.

Hún lék með AC Milan og Napoli á Ítalíu áður en hún skipti yfir í Kristianstad fyrir síðustu leiktíð.

Mikil ánægja er með framlag hennar og hefur hún nú framlengt við félagið út næsta tímabil.

„Við erum mjög ánægð með það sem Guðný hefur afrekað á þessu ári sem hún hefur verið hjá okkur hér í Kristianstad og erum sömuleiðis ánægð að geta tilkynnt framlenginguna. Guðný hefur gefið liðinu margt með viðhorfi sínu og hæfileikum. Mér fannst því eðlilegt að hún haldi áfram að þróa feril sinn hér hjá okkur í Kristianstad og því var þetta fremur einfalt og augljóst fyrir báða aðila að framlengja samninginn,“ sagði Lovisa Ström, yfirstýra íþróttamála hjá Kristianstad.

Guðný er sjálf í skýjunum með að halda áfram hjá sænska liðinu og segir þetta besta staðinn fyrir hana.

„Ég er ótrúlega ánægð með að hafa framlengt samning minn við Kristianstad í ár til viðbótar. Síðan ég kom hingað hef ég stöðugt verið að læra og þróast sem leikmaður og manneskja og tel ég mig geta gefið liðinu og félaginu enn meira. Við erum með góðan hóp af leikmönnum, með frábært þjálfarlið og hef ég fulla trú á að saman getum við afrekað eitthvað gott. Ég er með mikinn metnað þegar það kemur að framtíðinni og því veit ég að þetta er besti staðurinn fyrir mig til að halda áfram að vaxa og verða enn betri,“ sagði Guðný við undirskrift.

Guðný á 38 landsleiki fyrir A-landslið Íslands, þar af einn á Evrópumótinu á Englandi fyrir þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner