Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 28. júní 2020 21:45
Arnar Daði Arnarsson
Heimir Guðjóns: Seinni hálfleikurinn var okkur ekki til framdráttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum í smá vandræðum með boltann í byrjun en eftir það náðum við ágætis tökum á leiknum. Við spiluðum virkilega vel á löngum köflum í fyrri hálfleik. Við komumst sanngjarnt yfir en seinni hálfleikurinn var okkur ekki til framdráttar," sagði þjálfari Vals, Heimir Guðjónsson eftir 4-0 sigur liðsins á HK í Kórnum í kvöld.

Patrick Pedersen var kominn með þrennu eftir hálftíma leik og þá var gott sem leik lokið. Heimir var hinsvegar langt í frá að vera ánægður með leik liðsins í seinni hálfleiknum. Þar voru Valsmenn manni fleiri en voru lengi í gang.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 Valur

„Við vorum of mikið að spila boltanum til baka og of hægt. Það var engin ástæða til þess að hætta að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. En við gerðum það en það jákvæða er að þetta var sanngjarn sigur," sagði Heimir en var hálfleiksræða þjálfarans ekki að skila því sem hún átti að gera?

„Klárlega ekki, ég þarf að fara bæta mig," sagði Heimir léttur í svörum.

Sveinn Sigurður varamarkvörður Vals var ekki í leikmannahópnum í kvöld. Heimir staðfesti að ástæðan væri sú að hann væri kominn í sóttkví vegna Covid-19. Hann segir að hann verði í sóttkví næstu tólf dagana og missi því af næsta leik Vals einnig.

Félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Heimir segir að engar breytingar verði gerðar á leikmannahópi Vals fyrir þann tíma. Sögusagnir hafa verið uppi um að Valur hafi reynt að fá Nikolaj Hansen frá Víkingi Reykjavík í skiptum fyrir Kristin Frey Sigurðsson. Heimir var spurður út í þær sögusagnir.

„Það er ekkert til í því," sagði stuttorður Heimir Guðjónsson að lokum.
Athugasemdir