
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, var til viðtals eftir að það kom í ljós að liðið mætir KFS í 16-liða úrslitum bikarsins.
„Það er frábært, gott að fá heimaleik og skemmtilegt að fá nýtt lið sem maður hefur ekki mætt oft áður," sagði Leifur.
„Það er frábært, gott að fá heimaleik og skemmtilegt að fá nýtt lið sem maður hefur ekki mætt oft áður," sagði Leifur.
KFS var eina liðið úr 3. deild sem var í pottinum þegar dregið var í dag. Er það draumadráttur að fá KFS?
„Nei, svo sem ekki. Maður var ekki búinn að pæla í þessu. Ég hugsaði eiginlega strax að ég vildi fá Blikana en svo átta ég mig á því að þeir voru ekki með. Þannig jú jú, þetta var bara fínt."
Þú hefur verið spilað einn leik í deildinni í sumar, ertu að bíða eftir því að komast inn í byrjunarliðið?
„Já, bíða og ekki bíða. Maður þarf að standa með liðsfélögunum og vonar að þeir spili vel. Við erum lið og við stöndum saman í þessu. Það er ekkert flóknara en það."
Sárt að tapa gegn Breiðablik í gær?
„Já, það verður að segjast. Það var fúlt. Við þurfum að fara upp með hausinn eftir þetta, þetta var kannski okkar heilsteyptasti leikur, við spiluðum loksins sem lið og alvöru 'unit'. Við megum eiginlega ekki berja okkur of mikið niður eftir þetta þó að þetta hafi verð svekkjandi," sagði Leifur.
Athugasemdir