mið 28. júlí 2021 10:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liðsfélagar Pogba reyna að sannfæra hann um að framlengja
Mynd: Getty Images
Samningur Paul Pogba við Manchester United rennur út næsta sumar. United vill framlengja við leikmanninn en er meðvitað að ef Pogba vill ekki framlengja að þá sé mögulega eina lausnin að selja leikmanninn nú í sumar svo United missi hann ekki frítt í burtu næsta sumar.

Franska félagið PSG er sagt hafa áhuga á miðjumanninum og tilbúið að greiða ríflega 40 milljónir punda fyrir franska landsliðsmanninn.

Liðsfélagar Pogba hjá United vilja þó ólmir halda honum áfram hjá félaginu.

Marcus Rashford og aðrir lykilmenn félagsins hafa reynt sitt besta til að sannfæra Pogba um að framlengja. Þetta herma heimildir the Sun.

Þá er vonast til þess að kaupin á Raphael Varane, liðsfélaga Pogba í franska landsliðinu, hafi áhrif á Pogba og hann muni skrifa undir framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner