Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 08:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino að taka við rússnesku meisturunum?
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er sagður vera í viðræðum við Zenit í St. Pétursborg um að taka við sem stjóri félagsins.

Pochettino er fyrrum stjóri Tottenham, Southampton og Espanyol. Hann hefur ekki verið í starfi í tæplega ár eftir að hafa verið látinn fara frá Tottenham.

Síðan hefur Poch verið orðaður við stjórastöðuna hjá stórliðum á borð við Juventus, Manchester United og Real Madrid. Samkvæmt rússneskum heimildum gæti næsti áfangastaður Poch verið Pétursborg.

Ef Argentínumaðurinn tekur við Zenit þá tekur hann við ríkjandi meisturum. Zenit vann deildina með yfirburðum á síðustu leiktíð en er þessa stundina í þriðja sæti með þremur stigum minna en topplið Spartak Moskva.

Zenit tapaði síðasta deildarleik og opnunarleik sínum í Meistaradeild Evrópu. Liðið á leik gegn Dortmund í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner