mán 29. mars 2021 18:00
Victor Pálsson
Defoe ráðleggur Kane að fara fyrir medalíurnar
Mynd: Getty Images
Harry Kane þarf að fara frá Tottenham ef hann ætlar að ná sér í medalíur áður en ferlinum lýkur að sögn Jermaine Defoe, fyrrum leikmanns liðsins.

Defoe er í dag leikmaður Rangers í Skotlandi og fagnaði nýlega sigri í skosku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn.

Kane hefur enn ekki unnið titil eftir 12 ár hjá Tottenham og ætti að róa á önnur mið ef það er markmiðið að sögn Defoe.

„Þú þarft að sigra og ná í medalíur, annars er þetta ekki nógu gott," sagði Defoe í samtali við TalkSport.

„Þegar þú afrekar það og tilfinningin sem fylgir því... Vá maður. Ég vildi óska þess að ég hefði náð því fyrr á ferlinum."

„Ef Harry Kane vill það og vill vinna titla þá er útlit fyrir að hann þurfi að fara. Það verður ekki auðvelt fyrir hann."

„Vonandi getur hann bætt titlum við í safnið en ef hann þráir medalíur þá þarf hann nauðsynlega að fara."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner