Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   mán 29. maí 2023 22:01
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Klæmint Olsen er ekki ábyrgur
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Óskari er Klæmint brenndi af dauðafæri.
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Óskari er Klæmint brenndi af dauðafæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Keflavík eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í kvöld. Fyrsta spurning fréttaritara til Óskars var einföld. Hvað er hann sáttur með úr leik kvöldsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með spilamennskuna á milli teiganna og fannst við spila vel við mjög erfiðar aðstæður. En svo var ógnunin ekki nægjanlega mikil inn í teig andstæðinganna. Og þegar þú ferð hátt með liðið og aðstæður eru svona krefjandi áttu alltaf á hættu að leikmenn líkt og Stefan Ljubicic geti sært þig. Ég er ánægður með frammistöðuna á milli teiga, ég er ánægður með að halda hreinu og ég er ánægður með að vera byrjaður að saxa á Víkinga.“

Fátt verður um annað rætt eftir þennan leik en dauðafærið sem að Klæmint Olsen brenndi af á hreint út sagt ótrúlegan hátt, Óskar tjáði sig um atvikið.

„Klæmint fékk gott færi og brenndi því af. Ég átta mig ekkert á því hvernig hann skoppaði fyrir hann, hversu hratt hann kom eða hvernig þetta var. ´Ég veit bara að Klæmint er maður sem er búinn að skora yfir þrjúhundruð mörk á meistaraflokksferli sínum, er fæddur markaskorari og geri bara ráð fyrir að þetta hafi bara verið erfitt og boltinn ekki legið vel fyrir honum. Við brennum af færum saman, fáum á okkur mörk saman, töpum saman og fögnum sigrum saman. Það er ekki Klæmint Olsen sem er ábyrgur fyrir því að við gerum jafntefli í þessum leik.“

Næst á dagskrá hjá Breiðablik er risaslagur gegn toppliði Víkinga sem tapaði sínum fyrsta leik í kvöld. Óskar snerti aðeins á þeim leik í lok viðtalsins.

„Við eigum leik á föstudaginn gegn Víkingi sem verður hörkuleikur. Leikur sem að skiptir okkur miklu máli. Við söxuðum eitt stig af Víking í þessari umferð og þurfum að komast nær þeim á föstudaginn. “

Sagði Óskar Hrafn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner