Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
banner
   mið 29. júlí 2020 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Kjartan: Sprungum eins og blaðra
Kvenaboltinn
Kjartan var svekktur eftir fyrsta tap Fylkis í deildinni í sumar
Kjartan var svekktur eftir fyrsta tap Fylkis í deildinni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Við vorum bara lélegar. Flest mörkin úr föstum leikatriðum. Við stóðum illa í þeim, gáfum þeim alltof frí hlaup og slíkt. Þetta var bara mjög slæmur dagur,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-0 tap gegn Breiðablik á heimavelli.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  4 Breiðablik

Eftir öfluga byrjun á Íslandsmótinu hefur aðeins hallað undan fæti í spilamennsku Fylkis.

„Við sofum alveg róleg yfir þessu en við höfum alveg verið að hiksta og samt staðið það. Kannski er bara ágætt að taka þennan tapleik núna. Seinni hálfleikur var þó skömminni skárri en við þurfum að taka okkur saman í andlitinu.“

„Þetta er líka spurning um að vilja þetta. Ef okkur langar svona rosalega mikið að vera í einhverri toppbaráttu þá þurfum við að vita hvað það er,“ sagði Kjartan og bætti við að Fylkisliðið ætti enn helling inni.

„Við erum ekkert hætt. Þetta var fyrsti tapleikurinn og við eigum helling inni. Við teljum okkur ennþá ekki vera búin að spila okkar besta leik.“

Nánar er rætt við Kjartan í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner