Fram á toppnum

Fram heimsóttu Aftureldingu í 12.umferð Lengjudeildar karla í dag og náðu í þrjá mikilvæga punkta. Fram er á toppi deildarinnar með 27 stig og Jón Þórir þjálfari liðsins var ánægður með sigurinn gegn erfiðum Mosfellingum.
„Ég held að þetta hafi bara verið góður fótboltaleikur. Afturelding hefur verið að koma kannski ekki á óvart en þeir hafa verið að spila mjög fínan fótbolta í sumar og mörg lið að lenda í vandræðum á móti þeim svo ég er mjög ánægður að klára sigur á erfiðum útivelli" Sagði Jón eftir leik.
„Ég held að þetta hafi bara verið góður fótboltaleikur. Afturelding hefur verið að koma kannski ekki á óvart en þeir hafa verið að spila mjög fínan fótbolta í sumar og mörg lið að lenda í vandræðum á móti þeim svo ég er mjög ánægður að klára sigur á erfiðum útivelli" Sagði Jón eftir leik.
Áhorfendabanni hefur verið aflétt og töluverð læti voru í leiknum sjálfum og upp í stúku. Jón var þó sáttur með dómara leiksins „ Bara heilt yfir fínt. Hann var að reyna að láta þetta fljóta bara. Kannski einhver moment þar sem hefði átt að dæma og menn trylltust og áhorfendur auðvitað mættir á völlinn sem hafa sitt að segja en ég held að Arnar hafi bara verið fínn" Sagði Jón.
Nánar er rætt við Jón hér í viðtalinu fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í toppbaráttuna framundan og stöðuna á hópnum en Fram hafa verið óheppnir með meiðsli í sumar.
Athugasemdir