Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   lau 29. ágúst 2020 17:07
Þorgeir Leó Gunnarsson
Jón Þórir: Þeir gáfu okkur erfiðan leik
Fram á toppnum
Lengjudeildin
Jón Þórir þjálfari Fram
Jón Þórir þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram heimsóttu Aftureldingu í 12.umferð Lengjudeildar karla í dag og náðu í þrjá mikilvæga punkta. Fram er á toppi deildarinnar með 27 stig og Jón Þórir þjálfari liðsins var ánægður með sigurinn gegn erfiðum Mosfellingum.

„Ég held að þetta hafi bara verið góður fótboltaleikur. Afturelding hefur verið að koma kannski ekki á óvart en þeir hafa verið að spila mjög fínan fótbolta í sumar og mörg lið að lenda í vandræðum á móti þeim svo ég er mjög ánægður að klára sigur á erfiðum útivelli" Sagði Jón eftir leik.

Áhorfendabanni hefur verið aflétt og töluverð læti voru í leiknum sjálfum og upp í stúku. Jón var þó sáttur með dómara leiksins „ Bara heilt yfir fínt. Hann var að reyna að láta þetta fljóta bara. Kannski einhver moment þar sem hefði átt að dæma og menn trylltust og áhorfendur auðvitað mættir á völlinn sem hafa sitt að segja en ég held að Arnar hafi bara verið fínn" Sagði Jón.

Nánar er rætt við Jón hér í viðtalinu fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í toppbaráttuna framundan og stöðuna á hópnum en Fram hafa verið óheppnir með meiðsli í sumar.
Athugasemdir
banner