Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
   sun 29. ágúst 2021 20:22
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs: Stóð mig að því að klappa fyrir marki Björns Daníels
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var þokkalega erfiður leikur. FH-ingar voru frábærir í dag. Það var ekki að við værum bara lélegir heldur voru FH-ingar frábærir og leyfðu okkur aldrei að fá tíma á boltann og stjórnuðu leiknum mestan hlutann. Þeir fengu dauðafæri en Ingvar bjargaði okkur svo sannarlega. Við vorum bara heppnir að vinna í dag en vonandi er þetta meistaraheppni," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir 1 - 2 sigur á FH í Kaplakrikanum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Víkingur R.

FH leiddi leikinn að mestum hluta og á löngum köflum áttu Víkingar erfitt með að komast yfir miðju. Var það meðvituð ákvörðun að liggja svona til baka?

„Nei nei, við höfum aldrei valið að liggja aftur síðan ég byrjaði. Þeir þrýstu okkur bara aftur með sterkum leik. Oft falla þjálfarar í þá gryfju að segja að við höfum verið lélegir og þeir góðir en FH-ingar voru bara góðir og við vorum í vandræðum. FH-ingar voru frábærir í dag."

Víkingar fengu þó sín færi og nýttu þau vel og skoruðu tvö mörk. Það þurfti ekki mörg færi til að vinna leikinn.

„Þetta voru einu tvö færin okkar í dag. Við fengum færi til að gera betur en mér var mjög létt í búningsklefanum eftir leik að hafa landað þessum sigri. Ég var mjög stressaður, þetta var einn af þessum spennuleikjum sem allir elska og mikið er undir. Stuðningsmennirnir voru frábærir í dag og það verður að hrósa þeim og allir fundu stemmninguna inni á velli og hvað var mikið í húfi og hvöttu okkur áfram. Það sáu allir að við værum í vandræðum og það snerist bara að halda út," sagði Arnar en þetta er orðið svo spennandi toppbarátta að það má ekki missstíga sig neinsstaðar?

„Það hefði verið frekar súrt ef FH hefði jafnað þó þeir hefðu átt það skilið. En draumurinn heldur áfram og nú er bara að njóta þess að horfa á Fylkir - Breiðablik og svo eiga Blikar eftir að koma hingað. Það verður hrikalega erfitt fyrir þá því þetta FH lið er drullugott, það er vonbrigða sumar fyrir þá en þetta er hörku fótboltalið og framtíðin hérna er í fínum málum," sagði Arnar.

Arnar dásámaði FH liðið mikið í viðtalinu og hefur verið orðaður við FH að undanförnu. Hvað vill hann segja um það?

„Það er ekkert að frétta, það er bara góð saga," sagði Arnar sem skellti upp úr við spurninguna. „Ég er mjög ánægður í Víkinni og það er ekki eins og framtíðin sé svört hjá okkur Víkingum heldur. Við erum að berjast um tvo titla og erum í góðum málum. Ég hef engan áhuga á að fara frá þeim."
Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan. Hann var spurður út í markið sem Björn Daníel Sverrisson skoraði með hjólhestaspyrnu.

„Ég stóð mig að því að klappa fyrir því á hliðarlínunni. Ég geri það nú ekki oft þegar andstæðingurinn skorar. Það vita allir hverslags hæfileika þessi drengur hefur en því miður hefur honum ekki tekist að setja deildina 'on fire' vegna meiðsla og annarra hluta síðan hann kom til baka. Það eru bara hæfileikamenn sem gera svona mörk og sem betur fer kom þa seint og lítill tími fyrir FH-inga að jafna leikinn. Ég fíla svona, þetta snýst um leikinn og fegurð leiksins og þetta hlýtur að vera líklegt sem mark ársins."

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan en þar talar hann um baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner