Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 29. ágúst 2021 20:22
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs: Stóð mig að því að klappa fyrir marki Björns Daníels
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var þokkalega erfiður leikur. FH-ingar voru frábærir í dag. Það var ekki að við værum bara lélegir heldur voru FH-ingar frábærir og leyfðu okkur aldrei að fá tíma á boltann og stjórnuðu leiknum mestan hlutann. Þeir fengu dauðafæri en Ingvar bjargaði okkur svo sannarlega. Við vorum bara heppnir að vinna í dag en vonandi er þetta meistaraheppni," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir 1 - 2 sigur á FH í Kaplakrikanum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Víkingur R.

FH leiddi leikinn að mestum hluta og á löngum köflum áttu Víkingar erfitt með að komast yfir miðju. Var það meðvituð ákvörðun að liggja svona til baka?

„Nei nei, við höfum aldrei valið að liggja aftur síðan ég byrjaði. Þeir þrýstu okkur bara aftur með sterkum leik. Oft falla þjálfarar í þá gryfju að segja að við höfum verið lélegir og þeir góðir en FH-ingar voru bara góðir og við vorum í vandræðum. FH-ingar voru frábærir í dag."

Víkingar fengu þó sín færi og nýttu þau vel og skoruðu tvö mörk. Það þurfti ekki mörg færi til að vinna leikinn.

„Þetta voru einu tvö færin okkar í dag. Við fengum færi til að gera betur en mér var mjög létt í búningsklefanum eftir leik að hafa landað þessum sigri. Ég var mjög stressaður, þetta var einn af þessum spennuleikjum sem allir elska og mikið er undir. Stuðningsmennirnir voru frábærir í dag og það verður að hrósa þeim og allir fundu stemmninguna inni á velli og hvað var mikið í húfi og hvöttu okkur áfram. Það sáu allir að við værum í vandræðum og það snerist bara að halda út," sagði Arnar en þetta er orðið svo spennandi toppbarátta að það má ekki missstíga sig neinsstaðar?

„Það hefði verið frekar súrt ef FH hefði jafnað þó þeir hefðu átt það skilið. En draumurinn heldur áfram og nú er bara að njóta þess að horfa á Fylkir - Breiðablik og svo eiga Blikar eftir að koma hingað. Það verður hrikalega erfitt fyrir þá því þetta FH lið er drullugott, það er vonbrigða sumar fyrir þá en þetta er hörku fótboltalið og framtíðin hérna er í fínum málum," sagði Arnar.

Arnar dásámaði FH liðið mikið í viðtalinu og hefur verið orðaður við FH að undanförnu. Hvað vill hann segja um það?

„Það er ekkert að frétta, það er bara góð saga," sagði Arnar sem skellti upp úr við spurninguna. „Ég er mjög ánægður í Víkinni og það er ekki eins og framtíðin sé svört hjá okkur Víkingum heldur. Við erum að berjast um tvo titla og erum í góðum málum. Ég hef engan áhuga á að fara frá þeim."
Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan. Hann var spurður út í markið sem Björn Daníel Sverrisson skoraði með hjólhestaspyrnu.

„Ég stóð mig að því að klappa fyrir því á hliðarlínunni. Ég geri það nú ekki oft þegar andstæðingurinn skorar. Það vita allir hverslags hæfileika þessi drengur hefur en því miður hefur honum ekki tekist að setja deildina 'on fire' vegna meiðsla og annarra hluta síðan hann kom til baka. Það eru bara hæfileikamenn sem gera svona mörk og sem betur fer kom þa seint og lítill tími fyrir FH-inga að jafna leikinn. Ég fíla svona, þetta snýst um leikinn og fegurð leiksins og þetta hlýtur að vera líklegt sem mark ársins."

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan en þar talar hann um baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner