Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 29. september 2022 09:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vanda staðfestir fundinn með Heimi - „Arnar Þór á réttri braut"
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, staðfestir þau tíðindi að hún hafi rætt við Heimi Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, síðasta sumar.

Háværar sögur hafa verið um að Vanda hafi rætt við Heimi um að taka aftur við íslenska landsliðinu en hann stýrði liðinu með glæsilegum árangri frá 2011 til 2018.

Vanda segir í svari sínu við fyrirspurn Fótbolta.net að hún hafi rætt við Heimi en hún vill ekki fara út í það hvað fór þeirra á milli.

„Það er rétt að við Heimir ræddum saman í sumar. Það er partur af mínu starfi að vera stöðugt að meta umgjörð, árangur og frammistöðu landsliða og vera á tánum í þessum málum. Ég ætla að öðru leyti ekki að fara út í það sem okkur fór á milli," segir Vanda.

Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt landsliðinu frá því í ársbyrjun í fyrra og hefur árangurinn heilt yfir ekki verið sérstakur. Þó skal tekið fram að það hafa komið upp mikið af erfiðum málum á tíma hans í landsliðinu og mikið rót hefur verið á liðinu. Arnar er með samning út undankeppni EM á næsta ári og treystir Vanda honum áfram.

„Að mínu mati er Arnar Þór á réttri braut með liðið, framfarir eru greinilegar og það er stígandi í leikjunum. Það má m.a. sjá í þeirri tölfræði sem kemur út úr leikjunum, í þeirri staðreynd að liðið er taplaust í sex leikjum og þeim liðsanda og baráttu sem skein í gegn í leiknum við Albaníu."
Athugasemdir
banner
banner
banner