Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   þri 29. október 2019 19:13
Hafliði Breiðfjörð
Guðni: Virðist nóg fyrir þessi tvö lið að veifa hendinni
Guðni í Kaplakrika í dag.
Guðni í Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gleðidagur í Kaplakrika í dag og við fögnum þessu svo sannarlega," sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH við Fótbolta.net undir kvöld en félagið hafði þá gert tveggja ára samning við Sigríði Láru Garðarsdóttur sem kemur til félagsins frá ÍBV. En var erfitt að landa henni?

„Nei, það var ekki erfitt en það voru ansi mörg lið á eftir henni eins og þeir vita sem fylgjast með kvennaboltanum. Það að hún skuli velja FH er gríðarleg viðurkenning fyrir það starf sem við erum að vinna hérna og sýnir að þetta er klúbbur sem ætlar sér stóra og mikla hluti kvennamegin, og viðurkenning á okkar starf."

FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra og vann sér um leið sæti í Pepsi Max-deildinni. Það var þó erfið fæðing því þegar möguleikinn opnaðist í ágúst að vinna sætið í næsta leik drógst það fram í lokaumferðina. En kemur Sísí Lára með reynslu sem þarf í hópinn.

„Já klárlega, hún kemur með aðra vídd í okkar lið sem er eitthvað sem við höfum verið að leita að. Við erum gríðarlega spennt fyrir því að vinna með henni."

Er FH að gefa frá sér skilaboð með því að semja við svo öflugan leikmann?

„Þetta eru klárlega skilaboð. FH er klúbbur sem aðrir þurfa að fylgjast vel með. Það sem Sísí er að gera í dag sýnir líka að það eru ekki allar leiðir á tvo staði, skýr skilaboð.Það eru fleiri lið en þessi tvö," sagði Guðni en hann á þar við Val og Breiðablik. Er erfitt að keppa við þau lið um leikmenn?

„Já, það vita það allir. Það virðist vera nóg fyrir þessi tvö lið að veifa hendinni þá stökkva aðrir leikmenn á vagninn. En það eru grenilega ekki allir sem gera það."

Auk Sigríðar Láru hefur FH samið við Hrafnhildi Hauksdóttur sem kom frá Selfossi og Birtu Georgsdóttur sem var á láni hjá þeim frá Stjörnunni. En ætlar Guðni að styrkja liðið frekar?

„Það er allt í vinnslu, við erum með gríðarlega skemmtilegt lið, góða blöndu, hungraða leikmenn sem er virkilega spennandi og kappsmál að vinna með. Það eru bjartir og spennandi tímar framundan," sagði Guðni en það er stökk á milli deildanna, hann þarf sterkara lið í efstu deild?

„Að sjálfsögðu þarf það. En að er ekki nóg að vera bara með einstaklingana. Það þarf líka að stökkva og laga og bæta og styrkja umgjörð og utanumhald. FH er að gera það á öllum sviðum,"
„Alls ekki, bara að taka næsta skref. Maður tekur ekki hástökk heldur eitt skref í einu og þessi undirskrift er hluti af því."

Mun FH keppa í fallbaráttu næsta sumar eða er stefnan sett ofar?

„FH liðið er ekki að fara að vera í einhverri fallbaráttu. Það er alveg klárt," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner