Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 29. október 2019 19:13
Hafliði Breiðfjörð
Guðni: Virðist nóg fyrir þessi tvö lið að veifa hendinni
Kvenaboltinn
Guðni í Kaplakrika í dag.
Guðni í Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gleðidagur í Kaplakrika í dag og við fögnum þessu svo sannarlega," sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH við Fótbolta.net undir kvöld en félagið hafði þá gert tveggja ára samning við Sigríði Láru Garðarsdóttur sem kemur til félagsins frá ÍBV. En var erfitt að landa henni?

„Nei, það var ekki erfitt en það voru ansi mörg lið á eftir henni eins og þeir vita sem fylgjast með kvennaboltanum. Það að hún skuli velja FH er gríðarleg viðurkenning fyrir það starf sem við erum að vinna hérna og sýnir að þetta er klúbbur sem ætlar sér stóra og mikla hluti kvennamegin, og viðurkenning á okkar starf."

FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra og vann sér um leið sæti í Pepsi Max-deildinni. Það var þó erfið fæðing því þegar möguleikinn opnaðist í ágúst að vinna sætið í næsta leik drógst það fram í lokaumferðina. En kemur Sísí Lára með reynslu sem þarf í hópinn.

„Já klárlega, hún kemur með aðra vídd í okkar lið sem er eitthvað sem við höfum verið að leita að. Við erum gríðarlega spennt fyrir því að vinna með henni."

Er FH að gefa frá sér skilaboð með því að semja við svo öflugan leikmann?

„Þetta eru klárlega skilaboð. FH er klúbbur sem aðrir þurfa að fylgjast vel með. Það sem Sísí er að gera í dag sýnir líka að það eru ekki allar leiðir á tvo staði, skýr skilaboð.Það eru fleiri lið en þessi tvö," sagði Guðni en hann á þar við Val og Breiðablik. Er erfitt að keppa við þau lið um leikmenn?

„Já, það vita það allir. Það virðist vera nóg fyrir þessi tvö lið að veifa hendinni þá stökkva aðrir leikmenn á vagninn. En það eru grenilega ekki allir sem gera það."

Auk Sigríðar Láru hefur FH samið við Hrafnhildi Hauksdóttur sem kom frá Selfossi og Birtu Georgsdóttur sem var á láni hjá þeim frá Stjörnunni. En ætlar Guðni að styrkja liðið frekar?

„Það er allt í vinnslu, við erum með gríðarlega skemmtilegt lið, góða blöndu, hungraða leikmenn sem er virkilega spennandi og kappsmál að vinna með. Það eru bjartir og spennandi tímar framundan," sagði Guðni en það er stökk á milli deildanna, hann þarf sterkara lið í efstu deild?

„Að sjálfsögðu þarf það. En að er ekki nóg að vera bara með einstaklingana. Það þarf líka að stökkva og laga og bæta og styrkja umgjörð og utanumhald. FH er að gera það á öllum sviðum,"
„Alls ekki, bara að taka næsta skref. Maður tekur ekki hástökk heldur eitt skref í einu og þessi undirskrift er hluti af því."

Mun FH keppa í fallbaráttu næsta sumar eða er stefnan sett ofar?

„FH liðið er ekki að fara að vera í einhverri fallbaráttu. Það er alveg klárt," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner