Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Stýrir Amorim fyrsta leik sínum í lok nóvember?
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Ruben Amorim er að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United en enskir miðlar deila um hvenær hann taki formlega við störfum.

Man Utd er reiðubúið að greiða 8,3 milljóna punda riftunarverð Portúgalans en þetta kom fram í yfirlýsingu Sporting í dag.

Enska félagið er nú í viðræðum við Sporting um hvenær hann getur tekið við störfum en ensku miðlum kemur ekki saman um hvenær það verður.

Jamie Jackson hjá Guardian telur líklegt að Amorim verði kynntur sem nýr stjóri United eftir leik Sporting í portúgalska deildabikarnum í kvöld.

Hann gæti greint frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi en Mike Keegan hjá Daily Mail telur einnig ágætis líkur á því að ráðning hans verði ekki staðfest fyrr en um miðjan nóvember.

Samkvæmt Keegan gæti Amorim þurft að starfa áfram hjá Sporting næstu vikur á meðan félagið finnur arftaka hans, en fyrsti leikur hans sem stjóri United yrði þá gegn Ipswich Town þann 24. nóvember, rétt eftir landsleikjaverkefnið.

United er í viðræðum við Sporting til að finna betri lausn en það ætti að koma skýrari mynd af þessu eftir leik Sporting á eftir.
Athugasemdir
banner