Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 29. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiturhress Ben Foster gerir myndbönd á Youtube
Watford féll úr deild þeirra bestu á Englandi á síðustu leiktíð og leikur núna í Championship-deildinni. Liðið er þar í toppbaráttu.

Markvörðurinn Ben Foster ver áfram mark Watford eins og hann hefur gert undanfarin tvö ár. Þessi 37 ára gamli markvörður framlengdi við Watford þrátt fyrir sögusagnir um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á honum.

Foster líkar greinilega lífið hjá Watford, en hann er byrjaður með Youtube-rás.

Þar sýnir hann frá því hvað gerist á bak við tjöldin. Hann er mikill hjólreiðamaður til dæmis. Hann sýnir hvað gerist á leikdegi og þá er hann með Go-Pro myndavél í markinu á meðan hann spilar. Það gefur góða innsýn í það hvernig það er að vera markvörður í leik.

Foster er eiturhress en hér að neðan má sjá eitt af myndböndum hans.


Athugasemdir
banner