Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. apríl 2021 13:55
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Dómarar munu koma í viðtöl eftir leiki í sumar
Dómarar munu koma í viðtöl.
Dómarar munu koma í viðtöl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir dómarar munu mæta í viðtöl í beinum útsendingum á Stöð 2 Sport í sumar. Þessi nýbreytni mun þó ekki fara af stað strax heldur um miðjan júlímánuð og verður notuð þegar umdeild atvik eiga sér stað.

Guðmundur Benediktsson greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

„Við höfum náð samkomulagi við Knattspyrnusambandið og dómarastéttina á Íslandi. Eftir EM þá verða leyfð viðtöl við dómara eftir leik ef það eru stór atvik sem gerast í leikjum... það munu stór atvik gerast. Þá höfum við leyfi til að biðja um dómarana í viðtöl í stóru útsendingunum okkar," segir Guðmundur.

„Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessu samkomulagi. Þá erum við skjá þar sem við sýnum dómurum atvikin sem við viljum ræða um. Dómararnir eru spenntir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það verður bara mannlegra og eðlilegra að menn viðurkenni að þeir geri mistök."

Í þættinum sagði Guðmundur einnig frá því að Gunnlaugur Jónsson yrði í hlutverki spyrils á völdum leikjum deildarinnar á Stöð 2 Sport í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner