Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. apríl 2021 12:05
Elvar Geir Magnússon
Kvennalandsliðið í riðli með Hollandi í undankeppni HM
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM.
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM.
Mynd: Getty Images
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í undankeppni fyrir HM kvenna en lokakeppnin verður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi 2023.

Ísland verður í riðli með Hollandi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur í undankeppninni.

Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum en Holland, sem er í þriðja sæti heimslistans, kemur úr fyrsta styrkleikaflokki. Liðið er ríkjandi Evrópumeistari. Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil.

Undankeppnin byrjar í september á þessu ári og lýkur í september á næsta ári.

„Við viljum komast á HM. Við viljum afreka það að vera fyrsta kvennaliðið sem fer á HM," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundinum þegar hann tók við liðinu.

A-riðill: Svíþjóð, Finnland, Írland, Slóvakía, Georgía.

B-riðill: Spánn, Skotland, Úkraína, Ungverjaland, Færeyjar.

C-riðill: Holland, Ísland, Tékkland, Hvíta Rússland, Kýpur.

D-riðill: England, Austurríki, Norður-Írland, Norður-Makedónía, Lettland, Lúxemborg.

E-riðill: Danmörk, Rússland, Bosnía-Herzegovina, Aserbaidsjan, Malta, Svartfjallaland.

F-riðill: Noregur, Belgía, Pólland, Albanía, Kosóvó, Armenía.

G-riðill: Ítalía, Sviss, Rúmenía, Króatía, Moldóva, Litháen.

H-riðill: Þýskaland, Portúgal, Serbía, Ísrael, Tyrkland, Búlgaría.

I-riðill: Frakkland, Wales, Slóvenía, Grikkland, Kasakstan, Eistland.
Athugasemdir
banner