Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fullkrug í enska boltann?
Niclas Fullkrug.
Niclas Fullkrug.
Mynd: Getty Images
West Ham er í viðræðum við Borussia Dortmund um kaup á sóknarmanninum Niclas Fullkrug.

Það er talið að hinn 31 árs gamli Fullkrug sé opinn fyrir því að ganga í raðir West Ham og það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir Lundúnafélagið að semja við hann um kaup og kjör.

Fullkrug á tvö ár eftir af samningi sínum við Dortmund en hann var keyptur til félagsins fyrir 15 milljónir evra síðasta sumar.

Fullkrug skoraði 15 mörk í 43 keppnisleikjum með Dortmund á síðustu leiktíð og var í kjölfarið valinn í þýska landsliðið fyrir EM. Þar var hann sterkur í því að koma inn af bekknum.

West Ham er að skoða aðra sóknarmenn eftir að félaginu mistókst að ná samkomulagi við Aston Villa um Jhon Duran. Samkomulag virtist vera í höfn þar, en svo breyttist það skyndilega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner