Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   mið 30. ágúst 2023 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líklegt byrjunarlið Breiðabliks í stærsta leik í sögu félagsins
Viktor Karl inn í liðið?
Viktor Karl inn í liðið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson meiddur.
Kristinn Steindórsson meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir á morgun norður-makedónska liðinu Struga í leik sem hægt er að færa rök fyrir að sé stærsti leikur í sögu Breiðabliks. Ef Breiðablik vinnur eða gerir jafntefli fer liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Liðið yrði með því fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Breiðablik leiðir með einu marki eftir fyrri leikinn. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði eina markið þegar liðin mættust síðasta fimmtudag.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45, fer fram á Kópavogsvelli og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Með því að komast í riðlakeppnina tryggir Breiðablik sér 492 milljónir.

Fótbolti.net spáir því að Óskar Hrafn Þorvaldsson geri eina breytingu á byrjunarliði sínu frá fyrri leiknum. Kristinn Steindórsson varð fyrir því óláni að rífa liðþófa í hné og verður ekki með í næstu tveimur leikjum hið minnsta. Við spáum því að Viktor Karl Einarsson taki stöðu Kristins í byrjunarliðinu.

„Það kemur enginn beint í staðinn fyrir Kidda Steindórs. Það eru mjög fáir leikmenn á Íslandi sem koma með það sama að borðinu og hann. Við þurfum að leysa það á annan hátt," sagði Óskar um Kidda í viðtali í dag. Viðtölin við Óskar, Höskuld og Damir má sjá hér að neðan.

Líklegt byrjunarlið:

Óskar Hrafn: Það eina sem það gerir er að draga þig niður
Damir: Viljum skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa
Fiðrildin farin að flögra í Höskuldi - „Eðlishvötin tók yfir"
Athugasemdir
banner
banner
banner