Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   mið 30. september 2020 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Hilmar Þór: Fyrstu þrjú skotin voru inni - Alltof stór biti
Hilmar Þór lék fyrir ÍR og Sindra áður en hann gekk til liðs við Kormák/Hvöt.
Hilmar Þór lék fyrir ÍR og Sindra áður en hann gekk til liðs við Kormák/Hvöt.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hilmar Þór Kárason leikmaður Kormáks/Hvatar var skiljanlega hundsvekktur eftir 7-1 tap gegn ÍH í úrslitaleik um sæti í 3. deild fyrr í kvöld.

Þetta er annað árið í röð sem félagið tapar úrslitaleik um að komast upp um deild.

„Þetta átti að vera árið sem við myndum ná þessu alla leið en þetta var bara of stór biti fyrir okkur í dag. Þetta var búið strax. Fyrstu þrjú skotin þeirra voru inni og þá er þetta bara erfitt, það er erfitt að lenda 3-0 undir eftir 15-20 mínútur," sagði Hilmar Þór við Fótbolta.net.

„Við færðum okkur framar en þá fengu þeir pláss til að hlaupa í. Þetta var alltof stór biti en við getum verið sáttir með sumarið. Við áttum ekki von á þessu."

Hilmar Þór skoraði 11 mörk í 10 leikjum í riðlakeppni 4. deildar.
Athugasemdir
banner
banner