Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 30. nóvember 2023 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Höskuldur í leiknum í dag.
Höskuldur í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er sama saga að einhverju leyti, ótrúlega pirrandi að fá ekki neitt úr þessum leik. Ég er pirraður fyrst og fremst," sagði fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, við Guðmund Aðalstein hér á Fótbolti.net eftir 2-1 tap gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni í dag.

Gestirnir frá Ísrael leiddu 1-0 í hálfleik á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson jafnaði leikinn eftir um klukkutíma leik en markahrókurinn Eran Zahavi skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Þegar fer að líða að lokum að þessari skemmtilegu riðlakeppni þá horfir maður í að það er ekki spurning að við stöndum þessum liðum snúning í mörgum þáttum. Það er helst svigrúm til bætinga að vera klínískari fram á við og halda fókus varnarlega - sitthvorir teigarnir þar sem svigrúmið til bætinga er. Við þurfum að vinna í því og taka þessu sem námsferli til að þróast og verða enn betra lið. Við þurfum að vera miskunnarlausari í teigunum."

Maccabi skapaði ekki mikið í leiknum og í heildina fékk Breiðablik fleiri betri færi. Gestirnir skoruðu með tveimur skotum fyrir utan teig.

„Það er ótrúlega svekkjandi að þetta reynist svona dýrmætt, þetta er það eina sem þeir skapa. Það er auðvitað pirrandi þegar maður horfir til baka. En það er alveg sama hinu megin á vellinum, hvernig við förum með sumar stöður, við eigum að geta gert betur."

„Það hefði alveg mátt detta inn (jöfnunarmark) og var sannarlega nálægt því. En inn vildi hann ekki."


Hvernig fannst þér andrúmsloftið?

„Eðlilega (var það skrítið) í ljósi utanaðkomandi áhrifa varðandi þennan viðburð, maður var að búast við því. Þetta var svolítið öðruvísi andrúmsloft heldur en á venjulegum fótboltaleik."

„Það var frábært að spila á Kópavogsvelli, ótrúlega dýrmætt og það verður gaman að horfa til baka þegar stundirnar líða að hafa fengið riðlaskeppnisleik í Evrópu á Kópavogsvelli. Maður hefði að sjálfsögðu sigra hérna, hér sigrum við flestöll lið og gerðum alveg nóg til þess í dag. En við þurfum að taka okkur upp á næsta stig, þurfum að fá meira út úr því sem við leggjum í leikinn."


Er draumurinn að taka þrjú stig í lokaleiknum gegn Zorya?

„Við förum ekki í þann leik með neitt annað markmið en að sigra. Að undanskildum Gent leiknum úti þá höfum við sýnt fyrir sjálfum okkur að við eigum fullt erindi og erum búnir að vinna inn réttindi til að spila í þessari riðlakeppni. Við höfum alveg fylgt því eftir að mörgu leyti, verið trúir sjálfum okkur. Það vantar bara að fá stig í pokann og við ætlum að reyna það 14. des," sagði fyrirliðinn að lokum.
Athugasemdir
banner