Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. janúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Jenas líklegur til að taka við af Lineker hjá BBC
Jermaine Jenas.
Jermaine Jenas.
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham, þykir líklegur til að taka við sem þáttastjórnandi Match of the day á BBC í framtíðinni.

Gary Lineker hefur stýrt Match of the day í áraraðir og verið aðalmaðurinn í fótboltaumfjöllun BBC.

Hinn 36 ára gamli Jenas hefur starfað talsvert sem sérfræðingur hjá BBC og hrifið menn þar á bæ.

Engar áætlanir eru um að láta Lineker fara en hins vegar þykir líklegt að hann hætti sjálfur, jafnvel innan tveggja ára, til að snúa sér að öðrum störfum í sjónvarpi.

Jenas þykir þá líklegastur til að taka við sem aðalmaðurinn í Match of the day.
Athugasemdir
banner
banner
banner