Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 31. júlí 2021 08:00
Victor Pálsson
Ekki mistök að borga 150 milljónir fyrir Haaland
Mynd: Getty Images
Christopher Vivell, yfirmaður knattspyrnumála RB Leipzig, hvetur lið til að tryggja sér framherjann Erling Haaland í sumar.

Borussia Dortmund vill 150 milljónir punda fyrir Haaland sem er hvað mest orðaður við enska liðið Chelsea.

Samkvæmt Vivell væru það ekki mistök að borga þennan verðmiða fyrir Haaland sem er aðeins 21 árs gamall.

Að margra mati er Haaland að verða einn besti framherji heims en hann má fara fyrir 68 milljónir næsta sumar.

„Þegar ég horfi á markaðinn og hverjir gætu kostað svona mikið þá er hann kannski einn af tveimur," sagði Vivell.

„Ef þú getur tryggt þér hann núna á þessu verði þá ertu ekki að gera mistök því hann er enn svo ungur."

„Fyrir utan það þá færðu hann á fimm ára samningi og það er ákveðið öryggi. Ef hann helst heill þá getur hann tekið yfir næsti 10 eða 12 árin eins og Cristiano Ronaldo."

Athugasemdir
banner
banner
banner