Elvar Geir Magnússon skrifar frá Álaborg
„Við skemmtum okkur alltaf vel í göngutúrum," segir Aron Einar Gunnarsson en Fótbolti.net ræddi við hann á hóteli U21-landsliðsins í morgun þegar hópurinn var nýkominn úr gönguferð.
Aron fékk rautt spjald gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik og var því í leikbanni þegar Ísland lék við Sviss.
„Það verður gaman að fá að taka þátt í þessu móti aftur eftir að hafa verið alveg frá, ég mátti ekki fara inn í klefann hvorki fyrir né eftir leik," segir Aron.
Hann segir að hópurinn fylgist með þeirri umræðu sem á sér stað heima. „Við höfum skilið þessa gagnrýni sem við höfum fengið á okkur. Ég held að fólk geri sér grein fyrir því að þetta er stórmót, það eru ekki margir sem komast hingað og ekki allir sem fá að vera með," segir Aron Einar.
Sjá má viðtalið við hann í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
























