Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mið 03. ágúst 2011 21:37
Matthías Freyr Matthíasson
Gunnleifur: Var mjög dapur að vera ekki valinn
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gunnleifur Gunnleifsson markmaður FH var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Breiðablik í kvöld. En FH vann leikinn 0 - 1 og heldur sér þar með enn í baráttunni um titilinn.

,,Feikilega öflugt. Best að vinna 1 - 0. Við lögðum þetta upp eins og leikinn á móti Val, þetta var úrslitaleikur um hvort að við ætluðum að vera með í baráttunni eða ekki og við unnum fyllilega verðskuldaðan sigur finnst mér, " sagði Gunnleifur í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

,,Eftir korter - tuttugu mínútur fannst mér við taka öll völd á vellinum og við yfirspiluðum þá. Í seinni hálfleik erum við með forystu sem við ætluðum að verja og bíðum rólegir og gefum engin færi á okkur. "

Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag og var Gunnleifur ekki valinn í hópinn. Aðspurður hvort að það væru vonbrigði svaraði hann

,,Að sjálfsögðu. Ég hef ekkert falið það í gegnum tíðina að ég er mjög stoltur að spila fyrir Íslenska landsliðið og ég var mjög dapur að vera ekki valinn og ég fel það ekkert. En það er bara svona, ég vel ekki liðið og þeir eru með hörku lið og ég óska þeim bara góðs gengis út í Ungverjalandi"

Fékk Gunnleifur að vita af þessu frá þjálfaranum eða í fjölmiðlum?

,,Ég sá það í dag í fréttunum. Ég var aðeins búinn að tala við menn í þjálfarteyminu og þeir höfðu svona gefið það í skyn"

Nánar er rætt við Gunnleif í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner