Gunnleifur Gunnleifsson markmaður FH var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Breiðablik í kvöld. En FH vann leikinn 0 - 1 og heldur sér þar með enn í baráttunni um titilinn.
,,Feikilega öflugt. Best að vinna 1 - 0. Við lögðum þetta upp eins og leikinn á móti Val, þetta var úrslitaleikur um hvort að við ætluðum að vera með í baráttunni eða ekki og við unnum fyllilega verðskuldaðan sigur finnst mér, " sagði Gunnleifur í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
,,Eftir korter - tuttugu mínútur fannst mér við taka öll völd á vellinum og við yfirspiluðum þá. Í seinni hálfleik erum við með forystu sem við ætluðum að verja og bíðum rólegir og gefum engin færi á okkur. "
Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag og var Gunnleifur ekki valinn í hópinn. Aðspurður hvort að það væru vonbrigði svaraði hann
,,Að sjálfsögðu. Ég hef ekkert falið það í gegnum tíðina að ég er mjög stoltur að spila fyrir Íslenska landsliðið og ég var mjög dapur að vera ekki valinn og ég fel það ekkert. En það er bara svona, ég vel ekki liðið og þeir eru með hörku lið og ég óska þeim bara góðs gengis út í Ungverjalandi"
Fékk Gunnleifur að vita af þessu frá þjálfaranum eða í fjölmiðlum?
,,Ég sá það í dag í fréttunum. Ég var aðeins búinn að tala við menn í þjálfarteyminu og þeir höfðu svona gefið það í skyn"
Nánar er rætt við Gunnleif í sjónvarpinu hér að ofan.























