,,Þetta var frábær ferð í bæinn og gott að ná í þrjú stig," sagði Haukur Heiðar Hauksson fyrirliði KA eftir 1-2 sigur liðsins á Haukum í 1. deild karla í dag.
,,Við lentum einum manni færri og hættum aldrei að berjast, þetta var karakter sigur."
,,Við börðumst til síðasta blóðdropa og það var ástæðan fyrir því að við unnum þennan leik þetta var þvílík barátta."
,,Við vissum að ef myndum vinna þennan leik þá myndum við ná að rífa okkur aðeins upp töfluna. Ég held við höfum farið upp um tvö sæti núna þvi Grótta gerði jafntefli. Þetta var akkurat það sem við þurftumm."
Nánar er rætt við Hauk Heiðar í sjónvarpinu að ofan.























